Lífið

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru par en vinna líka mikið saman. Hér eru þau saman að syngja í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022.
Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru par en vinna líka mikið saman. Hér eru þau saman að syngja í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022. Vísir/Hulda Margrét

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað ban saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Þórdís segir í tilkynningunni „anotha one“ sem þýða mætti sem eitt í viðbót. Þórdís og Júlí eru á sama tíma að selja heimili sitt í Vesturbænum. Þórdís tilkynnti um opið hús fyrir viku og sagði þá að íbúðin væri orðin of lítil.

„Hér er góður andi og íbúðin svo björt. Því miður er hún orðin of lítil fyrir 5 manna fjölskyldu. Við myndum gjarnan vilja vera áfram enda öllum liðið ævintýralega vel hér. En nú fær einhver annar að njóta,“ sagði Þórdís fyrir viku síðan á Instagram. 

 Þórdís og Júlí eignuðust sitt fyrsta barn í maí árið 2024 en fyrir áttu þau bæði hvort sinn strákinn. Þau voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd. Þau trúlofuðu sig í maí árið 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.