Fótbolti

Logi skoraði sjálfs­mark í sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Logi Hrafn var ekki með heppnina með sér í liði í dag.
Logi Hrafn var ekki með heppnina með sér í liði í dag.

Logi Hrafn Róbertsson kom inn af varamannabekkn NK Istra og minnkaði muninn fyrir Hajduk í 2-1 sigri á útivelli í 19. umferð króatísku úrvalsdeildarinnar.

Logi kom inn á í stöðunni 2-0 á 75. mínútu, þegar einn af þremur miðvörðum liðsins meiddist. Hann hefur verið í litlu hlutverki á þessu tímabili og það verður ekki sagt að hann nýtt tækifærið vel í dag.

Logi varð nefnilega fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 83. mínútu, en staðan hélst óbreytt eftir það og NK Istra fagnaði sigri.

Danijel Dejan Djuric sat á varamannabekknum hjá NK Istra allan leikinn.

Liðið er í þriðja sæti deildarinnar, nú átta stigum á eftir Hajduk og níu stigum á eftir Dinamo Zagreb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×