Fótbolti

Real Madrid skoraði sex mörk í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stórstjörnurnar Kylian Mbappe og Vinicius Junior fagna einu af sex mörkum Real Madrid í kvöld.
Stórstjörnurnar Kylian Mbappe og Vinicius Junior fagna einu af sex mörkum Real Madrid í kvöld. Getty/Aitor Alcalde

Real Madrid fór á kostum á Bernabeu í Meistaradeildinni í kvöld og vann 6-1 stórsigur á franska félaginu Mónakó.

Það hefur gengið á ýmsi hjá Real Madrid undanfarnar vikur en stjörnurnar voru á deginum sínum í kvöld. Allar stærstu stjörnurnar, Kylian Mbappé, Vinicius Junior og Jude Bellingham, voru allar á skotskónum.

Kylian Mbappé skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 26 mínútum leiksins en staðan var 2-0 í hálfleik.

Franco Mastantuono kom Real í 3-0 á 51. mínútu eftir sendingu frá Vinicius Junior en fjórða markið var sjálfsmark fjórum mínútum síðar.

Vinicius Junior kom Real síðan í 5-0 á 63. mínútu en Jordan Teze minnkaði muninn.

Sjötta og síðasta markið skoraði Jude Bellingham eftir sendingu frá Federico Valverde á 80. mínútu.

Eftir þennan sigur er Real Madrid komið upp í annað sætið í töflunni en reyndar sex stigum á eftir Arsenal.

Cristian Romero og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham í 2-0 sigri á Borussia Dortmund en þetta var langþráður sigur fyrir knattspyrnustjórann Thomas Frank. Dortmund var manni færri frá 24. mínútu þegar Daniel Svensson fékk rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×