Handbolti

Bein út­sending: Stuðnings­menn Ís­lands hita upp fyrir stórleikinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Strákarnir okkar hafa lofsamað stuðningsmennina sem sett hafa svo sterkan svip á Kristianstad síðustu daga.
Strákarnir okkar hafa lofsamað stuðningsmennina sem sett hafa svo sterkan svip á Kristianstad síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Stuðningsmenn Íslands eru í miklu stuði á stuðningsmannasvæðinu, Fan Zone, við keppnishöllina í Kristianstad. Vísir tekur púlsinn fyrir leik kvöldsins við Ungverja.

Einhverjir stuðningsmenn eru horfnir á braut eftir góða og sigursæla helgi í Kristianstad en aðrir bætast við og líklega verður engin vöntun á stemningu í dag.

Líkt og vanalega er hitað vel upp á stuðningsmannasvæðinu og mun Henry Birgir Gunnarsson taka stemninguna út í beinni útsendingu.

Útsendingin byrjar um klukkan 17:00 og má nálgast í spilaranum að neðan.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19:30 og er lýst beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×