Enski boltinn

Benoný kom inn á og breytti leiknum

Aron Guðmundsson skrifar
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í leik með Stockport
Benoný Breki Andrésson fagnar marki í leik með Stockport Getty/Ben Roberts

Benoný Breki Andrésson átti frábæra innkomu þegar að lið hans Stockport County tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EFL bikarsins í fótbolta með 2-1 sigri gegn Harrogate Town í kvöld.

Benoný hefur verið að gera flotta hluti með Stockport upp á síðkastið en byrjaði á varamannabekknum í kvöld. 

Gestirnir frá Harrogate Town komust yfir á 49.mínútu með marki frá Tom Cursons og rétt innan við stundarfjórðungi frá því marki kom Benoný breki inn á. 

Hann var ekki lengi að láta til sín taka því að á 77.mínútu lagði hann upp jöfnunarmark Stockport sem Josh Stokes skoraði. Staðan orðin 1-1. 

Stokes var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Stockport dramatískan 2-1 sigur með öðru marki liðsins. Sigurinn sér til þess að Stockport er komið áfram í átta liða úrslit EFL bikarsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×