Enski boltinn

Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick mun stýra Manchester United fram á vor.
Michael Carrick mun stýra Manchester United fram á vor. Getty/Marc Atkins

Manchester United hefur samkvæmt heimildum David Ornstein hjá The Athletic náð munnlegu samkomulagi við Michael Carrick og þjálfarateymi hans um að stýra liðinu út tímabilið.

Ráðningarnar eru háðar frágangi samningsatriða og tilkynningu. Þeir verða komnir til starfa fyrir leik United á móti Manchester City á laugardaginn.

Ole Gunnar Solskjær hafði verið orðaður við stöðuna en Norðmaðurinn mun ekki snúa aftur til að taka við stjórnartaumunum á Old Trafford í annað sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×