Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2026 16:57 Semenyo komst á blað í fyrsta leik. Mark Thompson/Getty Images Antoine Semenyo er kominn í gang hjá nýjum vinnuveitendum. Hann skoraði eitt marka Manchester City í 10-1 sigri á Exeter í enska bikarnum er hann þreytti frumraun sína. Hákon Rafn Valdimarsson komst þá áfram og hélt hreinu fyrir Brentford. Níu leikir voru á dagskrá um miðjan dag í bikarnum og þónokkur úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Þar á meðal var Brentford sem vann 2-0 útisigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday. Hákon hélt hreinu og Brentford fór áfram.Steven Paston/PA Images via Getty Images Keane Lewis-Potter skoraði fyrra mark liðsins og Matthias Jensen það síðara úr víti. Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri á milli stanganna hjá Brentford og hélt hreinu. Manchester City fór þá létt með C-deildarlið Exeter. City skoraði tíu mörk í leiknum en Erling Haaland skoraði ekki neitt þeirra. Hann spilaði að vísu aðeins fyrri hálfleikinn. Varnarmaðurinn ungi Max Alleyne skoraði fyrsta markið og Rodri annað. Exeter skoraði svo tvö sjálfsmörk fyrir hlé og staðan 4-0. Rico Lewis skoraði fimmta markið áður en Antoine Semenyo skoraði sitt fyrsta mark fyrir þá bláklæddu eftir skipti frá Bournemouth í vikunni. Tijjani Reijnders skoraði sjöunda markið, Nico O‘Reilly það áttunda og Ryan McAidoo það níunda. Exeter náði sárabótamarki á 90. mínútu til að minnka muninn en City svaraði um hæl með tíunda markinu er Rico Lewis skoraði sitt annað mark. Lokatölur 10-1 fyrir City. Burnley, Fulham og Stoke áfram Newcastle og Bournemouth eigast við í úrvalsdeildarslag. Sá leikur fór 2-2 og er framlengdur. Fylgjast má með gangi mála hér og þá er hann í beinni á Sýn Sport Viaplay. Úrvalsdeildarlið Burnley fór þá létt með Millwall á Turf Moor. Öldungurinn Ashley Barnes skoraði tvö og þeir Loum Tchaouna, Jaidon Anthony og Jaydon Banel eitt hver í 5-0 sigri sem skaut Burnley í fjórðu umferðina. Fulham fór þá áfram eftir 3-1 endurkomusigur á Middlesbrough á Craven Cottage í Lundúnum. Hayden Hackney kom gestunum í Boro yfir í fyrri hálfleik en mörk Harry Wilson, Emile Smith-Rowe og Brassans Kevin eftir hléið veittu Fulham sæti í fjórðu umferð. Stoke fer áfram eftir 1-0 heimasigur á lærisveinum Franks Lampard í Coventry í B-deildarslag. Lamine Cissé skoraði sigurmarkið undir lok leiks. B-deildarlið Southampton fór þá áfram með 3-2 útisigri á C-deildarliði Doncaster Rovers og C-deildarlið Burton Albion vann öruggan 4-0 sigur á utandeildarliði Boreham Wood. Ipswich, sem leikur í B-deildinni eftir fall í fyrravor, vann að lokum 2-1 sigur C-deildarliði Blackpool á Portman Road. Enski boltinn Manchester City Brentford FC Burnley FC Fulham FC Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Níu leikir voru á dagskrá um miðjan dag í bikarnum og þónokkur úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Þar á meðal var Brentford sem vann 2-0 útisigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday. Hákon hélt hreinu og Brentford fór áfram.Steven Paston/PA Images via Getty Images Keane Lewis-Potter skoraði fyrra mark liðsins og Matthias Jensen það síðara úr víti. Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri á milli stanganna hjá Brentford og hélt hreinu. Manchester City fór þá létt með C-deildarlið Exeter. City skoraði tíu mörk í leiknum en Erling Haaland skoraði ekki neitt þeirra. Hann spilaði að vísu aðeins fyrri hálfleikinn. Varnarmaðurinn ungi Max Alleyne skoraði fyrsta markið og Rodri annað. Exeter skoraði svo tvö sjálfsmörk fyrir hlé og staðan 4-0. Rico Lewis skoraði fimmta markið áður en Antoine Semenyo skoraði sitt fyrsta mark fyrir þá bláklæddu eftir skipti frá Bournemouth í vikunni. Tijjani Reijnders skoraði sjöunda markið, Nico O‘Reilly það áttunda og Ryan McAidoo það níunda. Exeter náði sárabótamarki á 90. mínútu til að minnka muninn en City svaraði um hæl með tíunda markinu er Rico Lewis skoraði sitt annað mark. Lokatölur 10-1 fyrir City. Burnley, Fulham og Stoke áfram Newcastle og Bournemouth eigast við í úrvalsdeildarslag. Sá leikur fór 2-2 og er framlengdur. Fylgjast má með gangi mála hér og þá er hann í beinni á Sýn Sport Viaplay. Úrvalsdeildarlið Burnley fór þá létt með Millwall á Turf Moor. Öldungurinn Ashley Barnes skoraði tvö og þeir Loum Tchaouna, Jaidon Anthony og Jaydon Banel eitt hver í 5-0 sigri sem skaut Burnley í fjórðu umferðina. Fulham fór þá áfram eftir 3-1 endurkomusigur á Middlesbrough á Craven Cottage í Lundúnum. Hayden Hackney kom gestunum í Boro yfir í fyrri hálfleik en mörk Harry Wilson, Emile Smith-Rowe og Brassans Kevin eftir hléið veittu Fulham sæti í fjórðu umferð. Stoke fer áfram eftir 1-0 heimasigur á lærisveinum Franks Lampard í Coventry í B-deildarslag. Lamine Cissé skoraði sigurmarkið undir lok leiks. B-deildarlið Southampton fór þá áfram með 3-2 útisigri á C-deildarliði Doncaster Rovers og C-deildarlið Burton Albion vann öruggan 4-0 sigur á utandeildarliði Boreham Wood. Ipswich, sem leikur í B-deildinni eftir fall í fyrravor, vann að lokum 2-1 sigur C-deildarliði Blackpool á Portman Road.
Enski boltinn Manchester City Brentford FC Burnley FC Fulham FC Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira