Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2026 12:30 Oliver Glasner ræðir hér við fyrirliða sinn Marc Guehi en þessi öflugi leikmaður gæti verið á förum til Manchester City. Getty/Crystal Pix Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, viðurkenndi líka að fyrirliðinn Marc Guéhi gæti farið til Manchester City í þessum mánuði ef rétt verð fæst fyrir hann. Samningur enska miðvarðarins rennur út í lok tímabilsins og hann var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool síðasta sumar áður en Palace hætti við samninginn á lokadegi félagaskiptagluggans. Lið Pep Guardiola skortir miðverði eftir að bæði Rúben Dias og Josko Gvardiol meiddust í jafnteflinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Stjóri City sagði á þriðjudag að Dias yrði frá í allt að sex vikur vegna tognunar aftan í læri, á meðan Gvardiol mun gangast undir aðgerð vegna sköflungsbrots í þessari viku. Varnarmannavandræði City hafa aukið líkurnar á því að City gæti reynt að kaupa Guéhi í janúar. Þá er betra að selja hann „Ef leikmanni finnst hann vera of góður fyrir félagið er betra að selja hann, og ef leikmaður er ekki nógu góður fyrir félagið þarftu líka að selja hann,“ sagði Glasner. „Til að fá það besta út úr hópnum þarf þetta að passa saman.“ Aðspurður hvort Guéhi og City gætu „passað saman“ í janúar svaraði Glasner: „Það gæti verið. Ég er ekki svo barnalegur að halda að það gerist ekki ef risastórt tilboð kemur frá City og Marc vill fara,“ sagði Glasner. „Ekkert í lífinu er einhliða“ „Ekkert í lífinu er einhliða,“ sagði Glasner. „Segjum að þú eigir flottan bíl en þig vanti peninga því það er kalt og gluggi heima hjá þér er brotinn, og einhver býður þér fáránlega háa upphæð fyrir bílinn þinn,“ sagði Glasner og hélt áfram: Þú segir: ‚Nei, ég vil ekki selja bílinn minn. Ég elska bílinn minn. En ég vil ekki frjósa.‘ Þá segirðu: ‚Ef ég get fengið gluggann og jafnvel nýtt þak, þá máttu fá bílinn. En ég myndi vilja halda honum,“ sagði Glasner. Allir vilja að hann spili fyrir Crystal Palace „Það er sama með Marc. Allir vilja að hann spili fyrir Crystal Palace, skrifi undir nýjan samning og verði hér að eilífu. Á hinn bóginn rennur samningurinn út í sumar og ef einhver kemur og þú ert að frjósa, þá kemur að því að félagið segir: ‚Nú er fjárhagslegi þátturinn mikilvægari en sá íþróttalegi og við verðum að gera þetta,“ sagði Glasner. „Það verður þröskuldur þar sem ef Marc segist vilja fara og peningurinn er yfir þeim þröskuldi, þá mun það gerast,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti Aston Villa á miðvikudagskvöld og leitar að sínum fyrsta sigri í fimm deildarleikjum. Enski boltinn Crystal Palace FC Manchester City Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Samningur enska miðvarðarins rennur út í lok tímabilsins og hann var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool síðasta sumar áður en Palace hætti við samninginn á lokadegi félagaskiptagluggans. Lið Pep Guardiola skortir miðverði eftir að bæði Rúben Dias og Josko Gvardiol meiddust í jafnteflinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Stjóri City sagði á þriðjudag að Dias yrði frá í allt að sex vikur vegna tognunar aftan í læri, á meðan Gvardiol mun gangast undir aðgerð vegna sköflungsbrots í þessari viku. Varnarmannavandræði City hafa aukið líkurnar á því að City gæti reynt að kaupa Guéhi í janúar. Þá er betra að selja hann „Ef leikmanni finnst hann vera of góður fyrir félagið er betra að selja hann, og ef leikmaður er ekki nógu góður fyrir félagið þarftu líka að selja hann,“ sagði Glasner. „Til að fá það besta út úr hópnum þarf þetta að passa saman.“ Aðspurður hvort Guéhi og City gætu „passað saman“ í janúar svaraði Glasner: „Það gæti verið. Ég er ekki svo barnalegur að halda að það gerist ekki ef risastórt tilboð kemur frá City og Marc vill fara,“ sagði Glasner. „Ekkert í lífinu er einhliða“ „Ekkert í lífinu er einhliða,“ sagði Glasner. „Segjum að þú eigir flottan bíl en þig vanti peninga því það er kalt og gluggi heima hjá þér er brotinn, og einhver býður þér fáránlega háa upphæð fyrir bílinn þinn,“ sagði Glasner og hélt áfram: Þú segir: ‚Nei, ég vil ekki selja bílinn minn. Ég elska bílinn minn. En ég vil ekki frjósa.‘ Þá segirðu: ‚Ef ég get fengið gluggann og jafnvel nýtt þak, þá máttu fá bílinn. En ég myndi vilja halda honum,“ sagði Glasner. Allir vilja að hann spili fyrir Crystal Palace „Það er sama með Marc. Allir vilja að hann spili fyrir Crystal Palace, skrifi undir nýjan samning og verði hér að eilífu. Á hinn bóginn rennur samningurinn út í sumar og ef einhver kemur og þú ert að frjósa, þá kemur að því að félagið segir: ‚Nú er fjárhagslegi þátturinn mikilvægari en sá íþróttalegi og við verðum að gera þetta,“ sagði Glasner. „Það verður þröskuldur þar sem ef Marc segist vilja fara og peningurinn er yfir þeim þröskuldi, þá mun það gerast,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti Aston Villa á miðvikudagskvöld og leitar að sínum fyrsta sigri í fimm deildarleikjum.
Enski boltinn Crystal Palace FC Manchester City Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira