„Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2026 22:33 Jóhann Þór var sáttur með sigurinn en þarf að vinna í ýmsu með sínum mönnum á næstu æfingum Vísir/Guðmundur Grindavík vann hreint ótrúlegan endurkomusigur á Njarðvík í kvöld í Bónus-deild karla en Grindvíkingar kreistu að lokum fram eins stigs sigur í framlengingu, 123-124. Njarðvíkingar virtust vera með sigurinn í höndunum en þeir voru tólf stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá hrukku Grindvíkingar loksins í gang og tryggðu sér framlengingu á ótrúlegan hátt. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir leik. „Allskonar maður. Mér fannst við einhvernveginn aldrei komast í takt fyrr en bara rétt í, eða svona allan leikinn. Þetta fer aldrei lengra en í einhver 12-14 stig. Svo er Khalil og setur hérna einhver risaskot og kemur okkur innfyrir tíu.“ „Svo er það bara þessi vítaleikur þegar það er mínúta eftir. Hann [Khalil] klikkar úr vítinu og Jordan gerir vel að koma þessu í framlengingu. Svo bara frábært varnar „play“ hérna í restina. Allskonar tilfinningar fram og til baka. Tileinkaði Stebba Kristjáns sigurinn „Bara ánægður með sigurinn. Stefán heitinn Kristjánsson hefði átt afmæli í dag og þetta var fyrir hann og hans fólk. Ætli hann hafi ekki átt stóran þátt í þessu kallinn, við trúum því.“ Þrátt fyrir að spila frekar slaka vörn í um það bil 38 mínútur í kvöld var það að lokum varnarleikurinn sem innsiglaði sigurinn, þegar Kane og Shabazz stálu boltanum af Dwayne Lautier í lokasókn Njarðvíkur. Jóhann viðurkenndi að það hefði verið sætt að loka leiknum þannig. „Algjörlega. Við vorum að ræða saman aðeins inni í klefa áðan. Það eru allskonar hlutir sem við vorum mjög góðir í framan af, þá sérstaklega varnarleikur sem við erum einhvern veginn farnir að taka sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að finna það aftur og hvernig við vinnum fyrir hvern annan og erum með staðsetningar og annað á hreinu. Þetta er eitt og annað sem við þurfum að vinna í en það er ekki mikill tími til að æfa. Við spilum mikið núna í janúar þannig að verkefnið er krefjandi en bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Njarðvíkingar virtust vera með sigurinn í höndunum en þeir voru tólf stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá hrukku Grindvíkingar loksins í gang og tryggðu sér framlengingu á ótrúlegan hátt. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir leik. „Allskonar maður. Mér fannst við einhvernveginn aldrei komast í takt fyrr en bara rétt í, eða svona allan leikinn. Þetta fer aldrei lengra en í einhver 12-14 stig. Svo er Khalil og setur hérna einhver risaskot og kemur okkur innfyrir tíu.“ „Svo er það bara þessi vítaleikur þegar það er mínúta eftir. Hann [Khalil] klikkar úr vítinu og Jordan gerir vel að koma þessu í framlengingu. Svo bara frábært varnar „play“ hérna í restina. Allskonar tilfinningar fram og til baka. Tileinkaði Stebba Kristjáns sigurinn „Bara ánægður með sigurinn. Stefán heitinn Kristjánsson hefði átt afmæli í dag og þetta var fyrir hann og hans fólk. Ætli hann hafi ekki átt stóran þátt í þessu kallinn, við trúum því.“ Þrátt fyrir að spila frekar slaka vörn í um það bil 38 mínútur í kvöld var það að lokum varnarleikurinn sem innsiglaði sigurinn, þegar Kane og Shabazz stálu boltanum af Dwayne Lautier í lokasókn Njarðvíkur. Jóhann viðurkenndi að það hefði verið sætt að loka leiknum þannig. „Algjörlega. Við vorum að ræða saman aðeins inni í klefa áðan. Það eru allskonar hlutir sem við vorum mjög góðir í framan af, þá sérstaklega varnarleikur sem við erum einhvern veginn farnir að taka sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að finna það aftur og hvernig við vinnum fyrir hvern annan og erum með staðsetningar og annað á hreinu. Þetta er eitt og annað sem við þurfum að vinna í en það er ekki mikill tími til að æfa. Við spilum mikið núna í janúar þannig að verkefnið er krefjandi en bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira