Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 08:33 Stephanie Okechukwu sést hér með nýju þjálfurunum sínum, Kristu Gerlich og Erik DeRoo. @LadyRaiderWBB Nígeríska körfuboltakonan Stephanie Okechukwu mun setja nýtt hæðarmet í boltanum á þessu tímabili. Okechukwu verður hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans þegar hún spilar sinn fyrsta leik fyrir Texas Tech-háskólann. Þessi 2,16 metra hái miðherji valdi að spila með kvennakörfuboltaliði Texas Tech fram yfir nokkra aðra skóla sem kepptust um að fá hana til liðs við sig. Hún gæti leikið sinn fyrsta háskólaleik í febrúar. „Stephanie er loksins komin til Lubbock og hún var svo sannarlega þess virði að leggja á sig allan þann tíma, fyrirhöfn og samvinnu sem fór í að koma henni hingað,“ sagði Krista Gerlich, þjálfari Texas Tech, í viðtali á heimasíðu skólans. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Hún færir liðinu okkar þátt sem hefur tafarlaus áhrif. Hæfileiki hennar til að verja körfuna og trufla skot verður einstakur. Hún er með frábærar hendur og snertingu í kringum körfuna og mun augljóslega vera stórt skotmark undir körfunni,“ sagði Gerlich. „Hún hugsar fyrst og fremst um liðið og er tilbúin að leggja sitt af mörkum á allan mögulegan hátt. Hún passar frábærlega inn í prógrammið okkar og menningu og við erum himinlifandi með að hún sé komin til Lubbock. Starfsfólk okkar vinnur áfram með NCAA að leikheimild hennar,“ sagði Gerlich. Okechukwu, sem er hæsti kvenkyns háskólakörfuboltaleikmaður í sögu íþróttarinnar, gekk í Fukuchiyama Seibi-menntaskólann í Kyoto í Japan, þar sem hún öðlaðist hluta af körfuboltareynslu sinni. Okechukwu talar þrjú tungumál (ensku, ígbó og japönsku) og ætlar að leggja stund á viðskiptafræði. Hún mun ganga til liðs við Lady Raiders á þessari önn. Texas Tech-háskólinn bíður svars frá NCAA til að ákvarða leikheimild Stephanie, sem mun ráða því hvenær hún spilar sinn fyrsta leik í rauðu og svörtu. View this post on Instagram A post shared by AfroBallers (@afroballers) „Fyrir aðeins nokkrum árum síðan hófum við markvissa leit að erlendum leikmönnum,“ sagði Erik DeRoo aðstoðarþjálfari við heimasíðu skólans. „Alþjóðlegi körfuboltinn hefur vaxið gríðarlega, sem gefur okkur nú tækifæri til að fá efnilega leikmenn alls staðar að úr heiminum, og eins og sést á núverandi leikmannahópi okkar hefur það þegar skilað árangri,“ sagði DeRoo. Excited to have Stephanie in the 806 🫶#WreckEm pic.twitter.com/heRDn2s5rQ— Lady Raider Basketball (@LadyRaiderWBB) January 3, 2026 „Samböndin sem byggst hafa upp síðustu tvö ár gáfu okkur tækifæri til að fá og að lokum semja við Stephanie. Við vitum öll að fyrirsagnirnar munu snúast um augljósa hæð hennar, 2,16 metra, en Stephanie er ótrúleg manneskja á öllum sviðum lífsins,“ sagði DeRoo. „Hún hefur frábæra sögu að segja, allt frá uppvexti sínum til menntunar, körfuboltareynslu og jafnvel ferlisins við að koma henni til Texas Tech. Stephanie er full af gleði og elskar körfubolta. Við getum ekki beðið eftir að Lady Raider Nation og samfélagið í Texas Tech fái að kynnast henni,“ sagði DeRoo. Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Sjá meira
Okechukwu verður hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans þegar hún spilar sinn fyrsta leik fyrir Texas Tech-háskólann. Þessi 2,16 metra hái miðherji valdi að spila með kvennakörfuboltaliði Texas Tech fram yfir nokkra aðra skóla sem kepptust um að fá hana til liðs við sig. Hún gæti leikið sinn fyrsta háskólaleik í febrúar. „Stephanie er loksins komin til Lubbock og hún var svo sannarlega þess virði að leggja á sig allan þann tíma, fyrirhöfn og samvinnu sem fór í að koma henni hingað,“ sagði Krista Gerlich, þjálfari Texas Tech, í viðtali á heimasíðu skólans. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Hún færir liðinu okkar þátt sem hefur tafarlaus áhrif. Hæfileiki hennar til að verja körfuna og trufla skot verður einstakur. Hún er með frábærar hendur og snertingu í kringum körfuna og mun augljóslega vera stórt skotmark undir körfunni,“ sagði Gerlich. „Hún hugsar fyrst og fremst um liðið og er tilbúin að leggja sitt af mörkum á allan mögulegan hátt. Hún passar frábærlega inn í prógrammið okkar og menningu og við erum himinlifandi með að hún sé komin til Lubbock. Starfsfólk okkar vinnur áfram með NCAA að leikheimild hennar,“ sagði Gerlich. Okechukwu, sem er hæsti kvenkyns háskólakörfuboltaleikmaður í sögu íþróttarinnar, gekk í Fukuchiyama Seibi-menntaskólann í Kyoto í Japan, þar sem hún öðlaðist hluta af körfuboltareynslu sinni. Okechukwu talar þrjú tungumál (ensku, ígbó og japönsku) og ætlar að leggja stund á viðskiptafræði. Hún mun ganga til liðs við Lady Raiders á þessari önn. Texas Tech-háskólinn bíður svars frá NCAA til að ákvarða leikheimild Stephanie, sem mun ráða því hvenær hún spilar sinn fyrsta leik í rauðu og svörtu. View this post on Instagram A post shared by AfroBallers (@afroballers) „Fyrir aðeins nokkrum árum síðan hófum við markvissa leit að erlendum leikmönnum,“ sagði Erik DeRoo aðstoðarþjálfari við heimasíðu skólans. „Alþjóðlegi körfuboltinn hefur vaxið gríðarlega, sem gefur okkur nú tækifæri til að fá efnilega leikmenn alls staðar að úr heiminum, og eins og sést á núverandi leikmannahópi okkar hefur það þegar skilað árangri,“ sagði DeRoo. Excited to have Stephanie in the 806 🫶#WreckEm pic.twitter.com/heRDn2s5rQ— Lady Raider Basketball (@LadyRaiderWBB) January 3, 2026 „Samböndin sem byggst hafa upp síðustu tvö ár gáfu okkur tækifæri til að fá og að lokum semja við Stephanie. Við vitum öll að fyrirsagnirnar munu snúast um augljósa hæð hennar, 2,16 metra, en Stephanie er ótrúleg manneskja á öllum sviðum lífsins,“ sagði DeRoo. „Hún hefur frábæra sögu að segja, allt frá uppvexti sínum til menntunar, körfuboltareynslu og jafnvel ferlisins við að koma henni til Texas Tech. Stephanie er full af gleði og elskar körfubolta. Við getum ekki beðið eftir að Lady Raider Nation og samfélagið í Texas Tech fái að kynnast henni,“ sagði DeRoo.
Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Sjá meira