Enski boltinn

Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikel Arteta segir að Arsenal verði að vera á tánum þegar kemur að mögulegum janúarkaupum.
Mikel Arteta segir að Arsenal verði að vera á tánum þegar kemur að mögulegum janúarkaupum. getty/Stuart MacFarlane

Arsenal mun horfa til þess að kaupa leikmenn í janúarglugganum. Þetta segir knattspyrnustjóri liðsins, Mikel Arteta.

Arsenal er með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir átján umferðir þrátt fyrir að mikil meiðsli hafi herjað á leikmannahóp liðsins í vetur.

Arsenal keypti leikmenn fyrir um 250 milljónir punda í sumar og Arteta útilokar ekki að Skytturnar opni veskið aftur í janúar. Þá verður félagaskiptaglugginn opnaður á ný.

„Við verðum mjög meðvitaðir um stöðuna og tímarammann hjá ákveðnum leikmönnum,“ sagði Arteta.

„Við verðum að horfa ákveðið á þetta og svo hvort við getum gert það eða ekki? Það er önnur saga en okkar starf er að vera alltaf undirbúnir því eitthvað getur gerst.“

Sex leikmenn eru sem stendur á meiðslalistanum hjá Arsenal: Kai Havertz, Cristhian Mosquera, Max Dowman, Ben White, Riccardo Calafiori og Jurriën Timber.

Arsenal tekur á móti Aston Villa annað kvöld, í lokaleik sínum á þessu ári.


Tengdar fréttir

Skynjar stress hjá Arsenal

Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar veltu því fyrir sér hvort pressan væri farin að segja til sín hjá Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Aldrei spilað þarna en sagði strax já

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hæstánægður með hugarfar Declan Rice og annarra leikmanna sinna í 2-1 sigrinum gegn Brighton í dag og sagði þá hafa verðskuldað mun stærri sigur.

Arsenal aftur á toppinn

Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×