Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2025 13:59 Martin Green tók við sem framkvæmdastjóri Eurovision í fyrra. James Stack/BBC Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar. Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“ Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“