Starfið venst vel og strákarnir klárir Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 10:02 Ólafur Ingi segir sína menn klára í að taka fyrsta sigurinn í Sambandsdeildinni í kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45. Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira