Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 07:32 Lionel Messi og Ángel Di María með heimsbikarinn sem Argentínumenn unnu fyrir þremur árum síðan. Getty/Gustavo Pagano Argentínska lögreglan gerði áhlaup á skrifstofur knattspyrnusambandsins og nokkurra argentínskra fótboltafélaga í gær. Aðgerðin var liður í yfirstandandi spillingarrannsókn. Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins. Argentína Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins.
Argentína Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira