Lífið

Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat

Kristín Kristinsdóttir skrifar
Hver leynist undir þessum Elko poka?
Hver leynist undir þessum Elko poka?

Nýjasti þáttur af Bítið í bílnum vakti mikla lukku þegar hann fór í loftið í gær og fjölmargir sem hafa giskað á Facebook-síðu Bylgjunnar á hver var undir pokanum.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá hófu vefþættirnir Bítið í bílnum göngu sína í síðustu viku en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Leynigesturinn að þessu sinni söng lagið Stop Crying Your Heart Out með Oasis og gerði það með bravúr. Kom þáttarstjórnendum á óvart með sönghæfileikum.

„Þetta er karókí-lagið mitt,“ sagði gesturinn þegar búið var að opinbera hann en hver er undir pokanum? Ekki skruna niður ef þú vilt ekki vita það strax.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Annar leynigestur Bítisins í Bílnum er enginn annar en útvarpsstjarnan Guðrún Dís Emilsdóttir.

Í þessum opinberunarþætti spjalla Heimir, Lilja og Ómar við Gunnu Dís eftir flutninginn á laginu, en þáttinn má sjá hér fyrir neðan:



Klippa: Bítið í bílnum - hulunni svipt af öðrum gesti





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.