Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 08:30 Fannar Sveinsson og Luka Modric hafa slegið saman lófum, á einu allra sárasta augnabliki í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Kvöldstund á skemmtistað með Mario Balotelli, „hrákafimman“ sem Luka Modric fékk frá Fannari og rjúpnaskytterí var á meðal þess sem rætt var um þegar Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson mættu í VARsjána á Sýn Sport í vikunni. Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu