Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 10:35 Andri Lucas Guðjohnsen glaður eftir markið sem hann skoraði gegn Ipswich í gærkvöld. Getty/Alex Dodd Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt sjötta mark í síðustu átta leikjum fyrir Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöld, í ansi umdeildri viðureign við Ipswich Town. Mark Andra Lucasar var skallamark á 76. mínútu og útlit var fyrir að það yrði sigurmark en Sindre Walle Egeli náði að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggja gestunum stig. Eins og sjá má í syrpunni úr leiknum hér að ofan þá hefði Ipswich getað misst mann af velli með rautt spjald þegar Azor Matusiwa braut á Ryoya Morishita sem var á leið að marki Ipswich. Dómarinn taldi hins vegar Leif Davis koma í veg fyrir að Matusiwa teldist sem aftasti varnarmaður og gaf honum gult spjald. Þetta fór illa í Blackburn-menn, ekki síst vegna alls sem á undan er gengið því leikurinn átti upphaflega að fara fram í september. Þá var Blackburn einnig yfir, og Ipswich búið að missa mann af velli með rautt spjald, þegar dómarinn flautaði leikinn af vegna mikillar bleytu. Þrátt fyrir að aðeins væru þá rúmar tíu mínútur eftir af leiknum og staðan eins og hún var, þá var ákveðið að leikurinn yrði spilaður aftur að fullu og staðan yrði aftur 0-0. Valerien Ismael, þjálfari Blackburn, fór mikinn í viðtali við BBC eftir leikinn í gær og sagði dómgæsluna í deildinni til skammar. Var hann sérstaklega óánægður með að rauða spjaldið færi ekki á loft í gær og sagði um augljóst rautt spjald að ræða í tilviki Matusiwa. „Í hverjum einasta leik, á þriggja daga fresti, er þetta eins með þessar ákvarðanir og standardinn er virkilega lélegur. Þetta er ólíðandi. Það geta komið ein eða tvær rangar ákvarðanir og þá segi ég ekkert en þetta með rauða spjaldið var svo augljóst,“ sagði Ismael. Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Mark Andra Lucasar var skallamark á 76. mínútu og útlit var fyrir að það yrði sigurmark en Sindre Walle Egeli náði að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggja gestunum stig. Eins og sjá má í syrpunni úr leiknum hér að ofan þá hefði Ipswich getað misst mann af velli með rautt spjald þegar Azor Matusiwa braut á Ryoya Morishita sem var á leið að marki Ipswich. Dómarinn taldi hins vegar Leif Davis koma í veg fyrir að Matusiwa teldist sem aftasti varnarmaður og gaf honum gult spjald. Þetta fór illa í Blackburn-menn, ekki síst vegna alls sem á undan er gengið því leikurinn átti upphaflega að fara fram í september. Þá var Blackburn einnig yfir, og Ipswich búið að missa mann af velli með rautt spjald, þegar dómarinn flautaði leikinn af vegna mikillar bleytu. Þrátt fyrir að aðeins væru þá rúmar tíu mínútur eftir af leiknum og staðan eins og hún var, þá var ákveðið að leikurinn yrði spilaður aftur að fullu og staðan yrði aftur 0-0. Valerien Ismael, þjálfari Blackburn, fór mikinn í viðtali við BBC eftir leikinn í gær og sagði dómgæsluna í deildinni til skammar. Var hann sérstaklega óánægður með að rauða spjaldið færi ekki á loft í gær og sagði um augljóst rautt spjald að ræða í tilviki Matusiwa. „Í hverjum einasta leik, á þriggja daga fresti, er þetta eins með þessar ákvarðanir og standardinn er virkilega lélegur. Þetta er ólíðandi. Það geta komið ein eða tvær rangar ákvarðanir og þá segi ég ekkert en þetta með rauða spjaldið var svo augljóst,“ sagði Ismael.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira