Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 07:31 Dominik Szoboszlai og félagar í Liverpool ættu að geta fagnað nokkrum sigrum í desember og rétt úr kútnum eftir erfiða mánuði. Getty/Gaspafotos Hvaða lið eiga auðveldasta og erfiðasta leikjaprógrammið fram að miðju tímabili? Þessari spurningu reyndu þau hjá Opta-tölfræðiþjónustunni að svara nú þegar sex umferðir eru eftir þar til enska úrvalsdeildartímabilið 2025–26 er hálfnað. Opta skoðaði leikjaplan allra liða fram að áramótum. Útkoman ætti að kalla fram aðeins meiri bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að svört ský hafa hrannast upp yfir Anfield á síðustu vikum. Sigur á West Ham í síðasta leik gæti boðað gott og möguleikarnir eru til staðar ef marka má næstu mótherjana. Þau notuðu styrkleikalista Opta (Opta Power Rankings) til að meta erfiðleikastig næstu sex leikja hvers liðs og fá þannig hugmynd um hvaða lið gætu færst upp og niður töfluna á þeim tíma. Í ljósi þess hversu þéttur pakkinn er eftir þrettándu umferð, þar sem aðeins fimm stig skilja að Brighton í fimmta sæti og Fulham í því fimmtánda, gæti staðan litið allt öðruvísi út eftir nítjándu umferð. Arsenal með 79 prósent líkur á titli Arsenal er í sterkri stöðu í ensku úrvalsdeildinni en ofurtölva Opta metur líkurnar á að liðið vinni titilinn sé nú 79 prósent. Leikjaplan liðsins er á auðveldari helmingi deildarinnar þegar kemur að næstu sex leikjum. Að sjálfsögðu hafa menn Mikel Arteta forskot þar sem þeir eru í efsta sæti styrkleikalista Opta, og þar sem þeir geta ekki spilað gegn sjálfum sér. Þeir eiga því að minnsta kosti örlítið auðveldari mótherja en allir aðrir. Næstu sex leikir þeirra eru meðal annars fjórir heimaleikir, þar sem þeir taka á móti Brentford, botnliði Wolves, Brighton og Aston Villa, auk þess sem þeir ferðast til Villa og mæta Everton, sem var nýbúið að fá skell heima gegn Newcastle. Samkvæmt styrkleikalistanum er þetta ellefta erfiðasta leikjaplan deildarinnar á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Auðvelt hjá Liverpool og Man. City Athyglisvert er þó að meistarar síðasta árs, Liverpool, virðast eiga auðveldasta leikjaprógrammið, á meðan næstu keppinautar Arsenal, Manchester City, eiga það næstauðveldasta. Menn Pep Guardiola náðu tveimur stigum á Arsenal um helgina eftir sigur á síðustu stundu gegn Leeds United og 1-1 jafntefli Arsenal gegn 10 leikmönnum Chelsea. Þeir söxuðu frekar á forskotið með sigri á Fulham á útivelli í gær og mæta Sunderland á heimavelli í næsta leik. Síðan koma leikir á móti Crystal Palace á útivelli og á móti West Ham á heimavelli áður en komið er að útileikjum gegn Nottingham Forest og Sunderland. Allir hafa beðið eftir því að Liverpool komist aftur í gírinn og kannski er sá tími kominn. Þrátt fyrir nýlegt hikst sem varð til þess að liðið féll úr efsta sæti og niður í neðri hluta töflunnar unnu þeir og héldu hreinu gegn West Ham á sunnudaginn og eiga nú – á blaði – auðveldasta leikjaplan deildarinnar næstu sex umferðir. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Margir leikir til að vinna Lið Arne Slot tekur á móti Sunderland áður en það ferðast til Leeds í næstu viku. Þeir taka svo á móti Brighton á Anfield og eiga útileik gegn Tottenham, sem hefur ekki unnið heimaleik síðan í 1. umferð, áður en tveir heimaleikir í röð gegn fallbaráttuliðunum Wolves og Leeds fylgja í kjölfarið eftir jól. Manchester United og Newcastle eiga bæði góð tækifæri til að byggja á nýlegu formi sínu með þriðja og fjórða auðveldasta leikjaplaninu, á meðan Crystal Palace og Nottingham Forest eiga líka ágætis desembermánuð fyrir höndum, fyrir utan að þurfa bæði að mæta Man City. Erfitt hjá Astpn Villa Hvað varðar erfiðustu næstu sex leikina mun Aston Villa þurfa að hafa fyrir því að halda áfram góðu gengi sínu. Lið Unai Emery hefur klifrað upp í fjórða sætið eftir þrjá sigra í röð, en sú staðreynd að tveir af næstu sex leikjum þeirra eru gegn Arsenal hjálpar þeim ekki þegar kemur að útreikningum á erfiðleikastigi leikja. Aðrir mótherjar Villa á þessum tíma eru Brighton, Manchester United og Chelsea, þannig að allir nema einn af næstu sex leikjum þeirra eru gegn liðum í efstu sjö sætunum. Sunderland hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið mun sannarlega reyna á sig á næstu vikum. Menn Regis Le Bris mæta Manchester City tvisvar, auk Liverpool, Newcastle og Leeds. Líkt og Villa á West Ham fimm af næstu sex leikjum sínum gegn liðum í efstu sjö sætunum, á meðan ólíklegt er að vandræði Wolves á botni deildarinnar batni á næstunni, þar sem liðið á fjórða erfiðasta desembermánuðinn og mætir Manchester United tvisvar auk Arsenal og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Útkoman ætti að kalla fram aðeins meiri bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að svört ský hafa hrannast upp yfir Anfield á síðustu vikum. Sigur á West Ham í síðasta leik gæti boðað gott og möguleikarnir eru til staðar ef marka má næstu mótherjana. Þau notuðu styrkleikalista Opta (Opta Power Rankings) til að meta erfiðleikastig næstu sex leikja hvers liðs og fá þannig hugmynd um hvaða lið gætu færst upp og niður töfluna á þeim tíma. Í ljósi þess hversu þéttur pakkinn er eftir þrettándu umferð, þar sem aðeins fimm stig skilja að Brighton í fimmta sæti og Fulham í því fimmtánda, gæti staðan litið allt öðruvísi út eftir nítjándu umferð. Arsenal með 79 prósent líkur á titli Arsenal er í sterkri stöðu í ensku úrvalsdeildinni en ofurtölva Opta metur líkurnar á að liðið vinni titilinn sé nú 79 prósent. Leikjaplan liðsins er á auðveldari helmingi deildarinnar þegar kemur að næstu sex leikjum. Að sjálfsögðu hafa menn Mikel Arteta forskot þar sem þeir eru í efsta sæti styrkleikalista Opta, og þar sem þeir geta ekki spilað gegn sjálfum sér. Þeir eiga því að minnsta kosti örlítið auðveldari mótherja en allir aðrir. Næstu sex leikir þeirra eru meðal annars fjórir heimaleikir, þar sem þeir taka á móti Brentford, botnliði Wolves, Brighton og Aston Villa, auk þess sem þeir ferðast til Villa og mæta Everton, sem var nýbúið að fá skell heima gegn Newcastle. Samkvæmt styrkleikalistanum er þetta ellefta erfiðasta leikjaplan deildarinnar á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Auðvelt hjá Liverpool og Man. City Athyglisvert er þó að meistarar síðasta árs, Liverpool, virðast eiga auðveldasta leikjaprógrammið, á meðan næstu keppinautar Arsenal, Manchester City, eiga það næstauðveldasta. Menn Pep Guardiola náðu tveimur stigum á Arsenal um helgina eftir sigur á síðustu stundu gegn Leeds United og 1-1 jafntefli Arsenal gegn 10 leikmönnum Chelsea. Þeir söxuðu frekar á forskotið með sigri á Fulham á útivelli í gær og mæta Sunderland á heimavelli í næsta leik. Síðan koma leikir á móti Crystal Palace á útivelli og á móti West Ham á heimavelli áður en komið er að útileikjum gegn Nottingham Forest og Sunderland. Allir hafa beðið eftir því að Liverpool komist aftur í gírinn og kannski er sá tími kominn. Þrátt fyrir nýlegt hikst sem varð til þess að liðið féll úr efsta sæti og niður í neðri hluta töflunnar unnu þeir og héldu hreinu gegn West Ham á sunnudaginn og eiga nú – á blaði – auðveldasta leikjaplan deildarinnar næstu sex umferðir. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Margir leikir til að vinna Lið Arne Slot tekur á móti Sunderland áður en það ferðast til Leeds í næstu viku. Þeir taka svo á móti Brighton á Anfield og eiga útileik gegn Tottenham, sem hefur ekki unnið heimaleik síðan í 1. umferð, áður en tveir heimaleikir í röð gegn fallbaráttuliðunum Wolves og Leeds fylgja í kjölfarið eftir jól. Manchester United og Newcastle eiga bæði góð tækifæri til að byggja á nýlegu formi sínu með þriðja og fjórða auðveldasta leikjaplaninu, á meðan Crystal Palace og Nottingham Forest eiga líka ágætis desembermánuð fyrir höndum, fyrir utan að þurfa bæði að mæta Man City. Erfitt hjá Astpn Villa Hvað varðar erfiðustu næstu sex leikina mun Aston Villa þurfa að hafa fyrir því að halda áfram góðu gengi sínu. Lið Unai Emery hefur klifrað upp í fjórða sætið eftir þrjá sigra í röð, en sú staðreynd að tveir af næstu sex leikjum þeirra eru gegn Arsenal hjálpar þeim ekki þegar kemur að útreikningum á erfiðleikastigi leikja. Aðrir mótherjar Villa á þessum tíma eru Brighton, Manchester United og Chelsea, þannig að allir nema einn af næstu sex leikjum þeirra eru gegn liðum í efstu sjö sætunum. Sunderland hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið mun sannarlega reyna á sig á næstu vikum. Menn Regis Le Bris mæta Manchester City tvisvar, auk Liverpool, Newcastle og Leeds. Líkt og Villa á West Ham fimm af næstu sex leikjum sínum gegn liðum í efstu sjö sætunum, á meðan ólíklegt er að vandræði Wolves á botni deildarinnar batni á næstunni, þar sem liðið á fjórða erfiðasta desembermánuðinn og mætir Manchester United tvisvar auk Arsenal og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira