Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 11:02 Arne Slot tók stóra ákvörðun varðandi Mohamed Slot um helgina en hvað gerir hann á morgun? Getty/Robbie Jay Barratt Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Mohamed Salah hafa tekið því af mikilli fagmennsku síðustu tvo daga að hafa verið settur á varamannabekkinn á sunnudaginn. Næsti leikur liðsins er annað kvöld. Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá. Enski boltinn Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira
Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá.
Enski boltinn Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira