Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 12:16 Jasmín Erla Ingadóttir varð bikarmeistari með Val og vill berjast um fleiri titla. Vísir/Anton Brink „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. Valur greindi frá brotthvarfi Jasmínar á Facebook í dag. Þar er henni þakkað fyrir árin tvö með liðinu og ekki síst hennar framlag í bikarmeistaratitlinum í fyrra. Jasmín er ósátt við þær breytingar sem urðu eftir leiktíðina í fyrra, þegar Pétur Pétursson og Adda Baldursdóttir hættu sem þjálfarar og öflugir, reynslumiklir leikmenn voru látnir fara. Valur var langt frá titilbaráttu á síðustu leiktíð og nú hafa fleiri leikmenn, landsliðskonur með mikla reynslu, kvatt félagið. Það ákvað Jasmín einnig að gera og ástæðan er skýr. Kom ekki fyrir uppbyggingarstefnu „Breytt stefna. Allt í góðu með það. Það er einhver uppbyggingarstefna í gangi sem er í fínu lagi en ég kom bara ekki fyrir það. Ég kom til að vinna titla og það var aðalmarkmiðið þegar ég kom til Péturs og Öddu [þáverandi þjálfara Vals], og hópurinn var náttúrulega í samræmi við það. En það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á hópnum,“ sagði Jasmín við Vísi í dag. Ánægð með fyrra árið en síðasta sumar tók á Ný stjórn knattspyrnudeildar Vals tók við eftir leiktíðina í fyrra og virðast hugmyndir hennar um kvennaliðið afar ólíkar þeim sem fyrri stjórn hafði. Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið sóttir en liðið að sama skapi ekki eins vel í stakk búið til að sækja stóru titlana. „Þegar ég kom var Valur langbesta liðið á landinu og að vinna alla titla. Ég kom í þannig lið og átti eitt tímabil þar sem við vorum bara óheppnar að vinna ekki Íslandsmeistaratitilinn, en unnum bikarinn. Ég er mjög ánægð með það tímabil og þakklát Pétri og Öddu að hafa fengið mig, en svo verður einhver vendipunktur og allt snýst við,“ sagði Jasmín sem naut þess ekki að vera í miðjumoði með Val í sumar: „Þetta var eiginlega mikil vonbrigði og erfitt tímabil. Þetta tók gríðarlega á hópinn. Við vorum alveg með gott lið en náðum ekki að spila nógu vel saman og ég held að atburðir vetrarins, þegar margir leikmenn fóru, hafi setið í okkur.“ Mamma sem vill að næsta skref verði þess virði Aðspurð hvort næsta skref væri þegar ákveðið sagði Jasmín svo ekki vera: „Mér er búið að líða mjög vel með að vera í fríi og ég ætla bara að sjá til með framhaldið. Næsta skref verður að vera þess virði. Í sumar fannst mér þetta ekki þess virði, að vera með barn og eyða öllum þessum tíma. Þetta þarf að vera mjög spennandi og mig langar að prófa eitthvað nýtt, annað hvort hér eða úti.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Valur greindi frá brotthvarfi Jasmínar á Facebook í dag. Þar er henni þakkað fyrir árin tvö með liðinu og ekki síst hennar framlag í bikarmeistaratitlinum í fyrra. Jasmín er ósátt við þær breytingar sem urðu eftir leiktíðina í fyrra, þegar Pétur Pétursson og Adda Baldursdóttir hættu sem þjálfarar og öflugir, reynslumiklir leikmenn voru látnir fara. Valur var langt frá titilbaráttu á síðustu leiktíð og nú hafa fleiri leikmenn, landsliðskonur með mikla reynslu, kvatt félagið. Það ákvað Jasmín einnig að gera og ástæðan er skýr. Kom ekki fyrir uppbyggingarstefnu „Breytt stefna. Allt í góðu með það. Það er einhver uppbyggingarstefna í gangi sem er í fínu lagi en ég kom bara ekki fyrir það. Ég kom til að vinna titla og það var aðalmarkmiðið þegar ég kom til Péturs og Öddu [þáverandi þjálfara Vals], og hópurinn var náttúrulega í samræmi við það. En það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á hópnum,“ sagði Jasmín við Vísi í dag. Ánægð með fyrra árið en síðasta sumar tók á Ný stjórn knattspyrnudeildar Vals tók við eftir leiktíðina í fyrra og virðast hugmyndir hennar um kvennaliðið afar ólíkar þeim sem fyrri stjórn hafði. Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið sóttir en liðið að sama skapi ekki eins vel í stakk búið til að sækja stóru titlana. „Þegar ég kom var Valur langbesta liðið á landinu og að vinna alla titla. Ég kom í þannig lið og átti eitt tímabil þar sem við vorum bara óheppnar að vinna ekki Íslandsmeistaratitilinn, en unnum bikarinn. Ég er mjög ánægð með það tímabil og þakklát Pétri og Öddu að hafa fengið mig, en svo verður einhver vendipunktur og allt snýst við,“ sagði Jasmín sem naut þess ekki að vera í miðjumoði með Val í sumar: „Þetta var eiginlega mikil vonbrigði og erfitt tímabil. Þetta tók gríðarlega á hópinn. Við vorum alveg með gott lið en náðum ekki að spila nógu vel saman og ég held að atburðir vetrarins, þegar margir leikmenn fóru, hafi setið í okkur.“ Mamma sem vill að næsta skref verði þess virði Aðspurð hvort næsta skref væri þegar ákveðið sagði Jasmín svo ekki vera: „Mér er búið að líða mjög vel með að vera í fríi og ég ætla bara að sjá til með framhaldið. Næsta skref verður að vera þess virði. Í sumar fannst mér þetta ekki þess virði, að vera með barn og eyða öllum þessum tíma. Þetta þarf að vera mjög spennandi og mig langar að prófa eitthvað nýtt, annað hvort hér eða úti.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira