Undirbýr Liverpool líf án Salah? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2025 13:45 Mohamed Salah hafði átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool í öllum deildarleikjum undir stjórn Arne Slot, þar til í gær. Getty/Stu Forster Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi. Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira