Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 10:36 Igor Thiago skellti í 13 stiga frammistöðu gegn Burnley. Getty/Mike Hewitt Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira