Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2025 17:07 Brian Brobbey skoraði sigurmark Sunderland gegn Bournemouth. getty/Stu Forster Sunderland lenti 0-2 undir eftir fimmtán mínútur gegn Bournemouth en kom til baka og vann 3-2 sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Igor Thiago skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Brentford á Burnley. Amine Adli kom Bournemouth yfir gegn Sunderland strax á 7. mínútu. Átta mínútum síðar jók Tyler Adams muninn í 0-2 með ótrúlegu skoti úr miðjuhringnum. Svörtu kettirnir gáfust ekki upp og eftir hálftíma minnkaði Enzo Le Fée muninn í 1-2 með marki úr vítaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Bertrand Traoré svo fyrir Sunderland. Heimamenn voru ekki hættir og á 69. mínútu skoraði Brian Brobbey sigurmark þeirra. Hollendingurinn hefur reynst Sunderland drjúgur en hann gerði einnig jöfnunarmark liðsins gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði. Með sigrinum komst Sunderland upp í 4. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sætinu. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma og er væntanlega á leið í þriggja leikja bann. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.getty/Mike Hewitt Igor Thiago heldur áfram að gera það gott með Brentford og skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Burnley á heimavelli. Öll mörkin komu undir lok leiks. Á 81. mínútu kom Igor Thiago heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Zian Flemming fyrir gestina úr víti. Aðeins mínútu síðar kom Igor Thiago Brentford aftur yfir og í uppbótartíma gulltryggði Dango Outtara sigur liðsins. Lokatölur 3-1, Brentford í vil. Brentford er í 8. sæti deildarinnar en Burnley, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sætinu. Aðeins Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur skorað meira en Igor Thiago í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Haaland er með fjórtán mörk, þremur mörkum meira en Igor Thiago. Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Amine Adli kom Bournemouth yfir gegn Sunderland strax á 7. mínútu. Átta mínútum síðar jók Tyler Adams muninn í 0-2 með ótrúlegu skoti úr miðjuhringnum. Svörtu kettirnir gáfust ekki upp og eftir hálftíma minnkaði Enzo Le Fée muninn í 1-2 með marki úr vítaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Bertrand Traoré svo fyrir Sunderland. Heimamenn voru ekki hættir og á 69. mínútu skoraði Brian Brobbey sigurmark þeirra. Hollendingurinn hefur reynst Sunderland drjúgur en hann gerði einnig jöfnunarmark liðsins gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði. Með sigrinum komst Sunderland upp í 4. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sætinu. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma og er væntanlega á leið í þriggja leikja bann. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.getty/Mike Hewitt Igor Thiago heldur áfram að gera það gott með Brentford og skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Burnley á heimavelli. Öll mörkin komu undir lok leiks. Á 81. mínútu kom Igor Thiago heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Zian Flemming fyrir gestina úr víti. Aðeins mínútu síðar kom Igor Thiago Brentford aftur yfir og í uppbótartíma gulltryggði Dango Outtara sigur liðsins. Lokatölur 3-1, Brentford í vil. Brentford er í 8. sæti deildarinnar en Burnley, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sætinu. Aðeins Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur skorað meira en Igor Thiago í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Haaland er með fjórtán mörk, þremur mörkum meira en Igor Thiago.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira