Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Það varð allt gjörsamlega vitlaust í leikslok og dómarinn þurfti að veifa rauðum spjöldum hægri og vinstri. @gazzettadellosport Fótboltamenn geta verið afar blóðheitir í Suður-Ameríku en ótrúleg atburðarás varð á knattspyrnuleik í Bólivíu á dögunum. Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu. Bólivía Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira
Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira