Lífið

Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni hefur haft svo gaman af framkvæmdum í húsinu að hann skráði sig í húsasmíði.
Árni hefur haft svo gaman af framkvæmdum í húsinu að hann skráði sig í húsasmíði.

Í síðasta þætti af Gulla Byggi hélt Gulli áfram að fylgjast með framkvæmdum þeirra Ásu Ninnu Pétursdóttur og Árna Braga Hjaltasyni á Selfossi.

Þau fjárfestu í einbýlishúsi frá árinu 1953 fyrir nokkrum árum. Hús sem amma og afi Ásu byggðu á sínum tíma og má segja að Ása sjálf hafi svo gott sem alist upp í húsinu.

Parið hafði komið sér vel fyrir en eitt og annað kom síðan í ljós. Umtalsverð mygla var komin upp undir þaki hússins sem hafði mikil áhrif á efstu hæðina.

Byrjað á kjallaranum

En áður en ákveðið var að ráðast í framkvæmdir á efri hæðinni var ákveðið að skoða skolp og lagnir í kjallara hússins. Því fjölskyldan ætlaði að búa þar meðan á framkvæmdunum stóð. Eftir skoðun kom í ljós að skipta þurfti um allt skolp og lagnir.

Þau urðu því að byrja framkvæmdirnar á öfugum enda. Nú er allt orðið svo gott sem nýtt í kjallara hússins og gert einstaklega fallegt. Nýtt þvottahús, nýtt baðherbergi, svefnherbergi fyrir gesti og gangandi sem mæta oft á tíðum til þeirra í heimsókn og margt fleira. 

Næsta skref er því að loka efri hæðinni og byrja á fullu í þeim framkvæmdum. Aðstaðan í kjallaranum er orðin það góð að fjölskyldan getur hæglega búið þar á meðan á framkvæmdunum stendur eins og sjá má hér að neðan. Hægt er að sjá enn fleiri þætti af Gulla Byggi á Sýn+.

Klippa: Kjallarinn eins og nýr hjá Ása og Árna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.