Enski boltinn

Morgan Rogers með sigur­markið úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morgan Rogers fagnar sigurmarki sínu fyrir Aston Villa á Elland Road í dag.
Morgan Rogers fagnar sigurmarki sínu fyrir Aston Villa á Elland Road í dag. Getty/Michael Regan

Morgan Rogers var hetja Aston Villa í endurkomusigri á Leeds United á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rogers skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri, þar af sigurmarkið með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimmtán mínútur voru eftir.

Rogers hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins en bætti heldur betur úr því í mikilvægum sigri í dag. Tvö falleg mörk sem ættu að lofa góðu fyrir framhaldið.

Með sigrinum kemst Villa upp í Meistaradeildarsæti, hoppar upp fyrir bæði Crystal Palace og Brighton og upp í fjórða sætið. Villa byrjaði tímabilið illa, vann ekki í fyrstu sex leikjunum en hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum.

Leeds situr aftur á móti í fallsæti þökk sé sigri Nottingham Forest á Liverpool í gær.

Lukas Nmecha kom Aston Villa í 1-0 á áttundu mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Morgan Rogers jafnaði metin á 48. mínútu eftir undirbúning Donyell Malen og kom Villa síðan yfir á 75. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu.

David James hélt að hann hefði jafnað metin á 77. mínútu en í ljós kom að Dominic Calvert-Lewin stýrði skoti hans í markið með hendinni og myndbandsdómarar dæmdu markið af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×