Enski boltinn

Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Murillo fagnar marki sinu fyrir Nottingham Forest á móti Liverpool á Anfield í gær.
Murillo fagnar marki sinu fyrir Nottingham Forest á móti Liverpool á Anfield í gær. Getty/Shaun Botterill

Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr öllum leikjunum hér inni á Vísi.

Newcastle vann Manchester City í stórleik dagsins en óvæntustu úrslitin voru án efa 3-0 stórsigur Nottingham Forest á Liverpool á Anfield.

Tapið hjá Liverpool, það sjötta í síðustu sjö deildarleikjum, þýðir að liðið er komið í neðri hluta deildarinnar. Liðið situr í 11. sæti með sex sigra og sex töp í tólf leikjum.

Klippa: Laugardagurinn 22. nóvember 2025 í ensku úrvalsdeildinni

Hér fyrir ofan má sjá yfirlit yfir allan laugardaginn en hér fyrir neðan eru síðan mörkin úr hverjum leik fyrir sig.

Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Nottingham Forest

Manchester City hefði minnkað forskot Arsenal í eitt stig með sigri en er nú í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Arsenal og einu stigi á eftir Chelsea sem situr í öðru sæti.

Harvey Barnes var hetja dagsins með bæði mörkin hjá Newcastle á móti City.

Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og Manchester City

Crystal Palace hoppaði upp í Meistaradeildarsæti með 2-0 útisigri á Úlfunum og

Bournemouth náði 2-2 jafntefli á móti West Ham þrátt fyrir að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik.

Brentford komst yfir á útivelli á móti Brighton en Brighton svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Brighton fór upp í fimmta sætið með þessum sigri.

Chelsea byrjaði daginn á 2-0 útisigri á Burnley og Fulham vann 1-0 heimasigur á Sunderland.

Klippa: Mörkin úr leik Burnley og Chelsea
Klippa: Mörkin úr leik Bournemouth og West Ham
Klippa: Mörkin úr leik Brighton og Brentford
Klippa: Markið úr leik Fulham og Sunderland
Klippa: Mörkin úr leik Wolves og Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×