Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 22:33 Lionel Messi og félagar í Argentínu eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á 32 liða HM í Katar 2022. Getty/David Ramos Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization) Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization)
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira