„Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 17:25 Virgil van Dijk ræðir við þá Ibrahima Konate og Alexander Isak en vildi greinilega að enginn læsi varir hans. Getty/ Molly Darlington Liverpool var niðurlægt á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag og eftir leikinn fór fyrirliðinn Virgil van Dijk í viðtal og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
„Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira