Fótbolti

Haf­rún skoraði í jafn­tefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði mark Bröndby í dag.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði mark Bröndby í dag. Instagram/@brondbywomen

Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði eina mark Bröndby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Midtjylland í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag.

Hafrún kom heimakonum í Bröndby yfir á 31. mínútu áður en gestirnir jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar.

Þetta reyndust einu mörk leiksins og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Hafrún og stöllur hennar í Bröndby sitja nú í þriðja sæti dönsku deildarinnar með 24 stig eftir 14 leiki, 15 stigum meira en Midtjylland sem situr í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×