Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. nóvember 2025 11:54 Ásmundur Einar er sennilega einn fárra sem hefur eldað mongólsk-íslenska kjötsúpu. Frá því Ásmundur Einar Daðason sagði skilið við stjórnmálin hefur hann ferðast tvisvar til Mongólíu til að kynna sér dreifbýl hirðingjasamfélög landsins og funda með heimamönnum. Í seinna skiptið eldaði hann íslenska kjötsúpu með mongólskum hráefnum og rann hún víst ljúft niður. Ásmundur Einar var Alþingismaður frá 2009 til 2024 (fyrir utan einn þingvetur milli kosninganna 2016 og 2017), fyrst í tvö ár fyrir Vinstri græna og hin árin fyrir Framsóknarflokkinn. Hann gegndi embætti ritara Framsóknar síðustu ár en datt af þingi í síðustu kosningum og hætti í kjölfarið í stjórnmálum. En Ási hefur ekki setið aðgerðarlaus og tekið að sér ýmis ráðgjafarverkefni. Eitt það óvenjulegasta snýr að Mongólíu en í sumar greindi hann frá ferðalagi sínu til landsins í löngu máli. Lopapeysuklæddur Íslendingar gætir mongólskra kinda. Grín við ræðismann Mongólíu rættist tíu árum síðar „Fyrir tíu árum kynntist ég fyrir tilviljun manni sem er ræðismaður Íslands í Mongólíu. Við náðum vel saman og hann bauð mér til Mongólíu en ég sagði við hann í gríni að ég myndi koma í heimsókn og við myndum gera eitthvað saman þegar ég hætti í stjórnmálum,“ skrifaði Ásmundur í Facebook-færslu í júní. Ási og Genghis Khan. „Við höfum alltaf haldið reglulegu sambandi, hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og samskiptin hafa alltaf dýpkað. Frá því ég hætti sem ráðherra byrjuðum við að ræða allskonar möguleika af meiri alvöru og það endaði með tveggja vikna ferð til Mongólíu,“ sagði hann. Ási í traktornum og mongólskt mjólkurte. Þar ferðaðist Ásmundur fimm þúsund kílómetra leið um dreifbýlustu svæði Mongólíu, fundaði með forsvarsfólki sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja og heimsótti ýmsar stofnanir. Einnig heimsótti hann um tuttug hirðingjafjölskylda til að ræða um áskoranir sem fylgja því að búa langt frá byggð, án samgangna og innviða. Markmiðið með ferðalaginu var að sögn Ásmundar að skoða hvort íslensk byggða-, samfélags- og búskaparþróun síðastliðin hundrað ár gæti með beinum hætti nýst Mongólíu til að breyta núverandi skipulagi. Mongólskur landbúnaður og íslenskur búfræðingur. Stuttbuxnaklæddur Íslendingur eldar mongólska kjötsúpu Ásmundur fór síðan aftur til Mongólíu í byrjun nóvember og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með ferðinni með ýmsum myndum og myndböndum. Best klæddi farþeginn. Hann lét sér þó ekki nægja að fara einungis til Mongólíu heldur ferðaðist líka til Filipseyja vegna verkefnis fyrir Sameinuð þjóðirnar. Þaðan flaug hann til Singapúr og var á leið til Köben þegar hann birti af sér mynd í ferðamúnderingunni. „Home sweet home! Hlakka til að komast heim og knúsa konurnar mínar, fara síðan í sund og gufu. Örugglega best klæddi farþeginn í þessari flottu flugstöð,“ skrifaði hann við myndina. Þegar heim var komið deildi Ásmundur myndum og myndböndum af kjötsúpugerð sinni í Mongólíu í Fésbókarhópnum „Gamaldags matur“ sem hann segir einn sinn uppáhaldshóp. „Er nýlega kominn heim frá Mongólíu þar sem dvaldi í dreifbýlu héraði í Norðausturhluta landsins. Eldaði m.a. íslenska kjötsúpu úr Mongólsku hráefni. Hafði reyndar með mér súpujurtir og íslenskar rófur til að ekkert myndi klikka,“ skrifaði hann við færsluna. Hér fyrir ofan má sjá myndbönd Ása þar sem hann setur súpujurtir út í pottinn, hrærir, bragðar á kjötsúpunni og segir: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa.“ „Var vel af þessu látið og næst vilja þeir fá alvöru taðreykt hangikjöt. Lengi lifi þjóðlegur og gamaldags íslenskur matur,“ sagði Ásmundur um viðbrögð heimamanna við súpunni. Ekki fylgdi uppskrift með þessari mongólsk-íslensku kjötsúpu en hún er vafalaust algjört lostæti. Hér að neðan er svo hægt að sjá myndir af ferðalögum Ása í Austurheimi. Matráðurinn hrærir í súpunni. Fjörutíu metra stálstytta af Genghis Khan. Kjötið verkað. Mongólar eru mikil hirðingjaþjóð. Ási með mongólskum veiðimönnum. Mongólía Lambakjöt Framsóknarflokkurinn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Ásmundur Einar var Alþingismaður frá 2009 til 2024 (fyrir utan einn þingvetur milli kosninganna 2016 og 2017), fyrst í tvö ár fyrir Vinstri græna og hin árin fyrir Framsóknarflokkinn. Hann gegndi embætti ritara Framsóknar síðustu ár en datt af þingi í síðustu kosningum og hætti í kjölfarið í stjórnmálum. En Ási hefur ekki setið aðgerðarlaus og tekið að sér ýmis ráðgjafarverkefni. Eitt það óvenjulegasta snýr að Mongólíu en í sumar greindi hann frá ferðalagi sínu til landsins í löngu máli. Lopapeysuklæddur Íslendingar gætir mongólskra kinda. Grín við ræðismann Mongólíu rættist tíu árum síðar „Fyrir tíu árum kynntist ég fyrir tilviljun manni sem er ræðismaður Íslands í Mongólíu. Við náðum vel saman og hann bauð mér til Mongólíu en ég sagði við hann í gríni að ég myndi koma í heimsókn og við myndum gera eitthvað saman þegar ég hætti í stjórnmálum,“ skrifaði Ásmundur í Facebook-færslu í júní. Ási og Genghis Khan. „Við höfum alltaf haldið reglulegu sambandi, hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og samskiptin hafa alltaf dýpkað. Frá því ég hætti sem ráðherra byrjuðum við að ræða allskonar möguleika af meiri alvöru og það endaði með tveggja vikna ferð til Mongólíu,“ sagði hann. Ási í traktornum og mongólskt mjólkurte. Þar ferðaðist Ásmundur fimm þúsund kílómetra leið um dreifbýlustu svæði Mongólíu, fundaði með forsvarsfólki sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja og heimsótti ýmsar stofnanir. Einnig heimsótti hann um tuttug hirðingjafjölskylda til að ræða um áskoranir sem fylgja því að búa langt frá byggð, án samgangna og innviða. Markmiðið með ferðalaginu var að sögn Ásmundar að skoða hvort íslensk byggða-, samfélags- og búskaparþróun síðastliðin hundrað ár gæti með beinum hætti nýst Mongólíu til að breyta núverandi skipulagi. Mongólskur landbúnaður og íslenskur búfræðingur. Stuttbuxnaklæddur Íslendingur eldar mongólska kjötsúpu Ásmundur fór síðan aftur til Mongólíu í byrjun nóvember og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með ferðinni með ýmsum myndum og myndböndum. Best klæddi farþeginn. Hann lét sér þó ekki nægja að fara einungis til Mongólíu heldur ferðaðist líka til Filipseyja vegna verkefnis fyrir Sameinuð þjóðirnar. Þaðan flaug hann til Singapúr og var á leið til Köben þegar hann birti af sér mynd í ferðamúnderingunni. „Home sweet home! Hlakka til að komast heim og knúsa konurnar mínar, fara síðan í sund og gufu. Örugglega best klæddi farþeginn í þessari flottu flugstöð,“ skrifaði hann við myndina. Þegar heim var komið deildi Ásmundur myndum og myndböndum af kjötsúpugerð sinni í Mongólíu í Fésbókarhópnum „Gamaldags matur“ sem hann segir einn sinn uppáhaldshóp. „Er nýlega kominn heim frá Mongólíu þar sem dvaldi í dreifbýlu héraði í Norðausturhluta landsins. Eldaði m.a. íslenska kjötsúpu úr Mongólsku hráefni. Hafði reyndar með mér súpujurtir og íslenskar rófur til að ekkert myndi klikka,“ skrifaði hann við færsluna. Hér fyrir ofan má sjá myndbönd Ása þar sem hann setur súpujurtir út í pottinn, hrærir, bragðar á kjötsúpunni og segir: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa.“ „Var vel af þessu látið og næst vilja þeir fá alvöru taðreykt hangikjöt. Lengi lifi þjóðlegur og gamaldags íslenskur matur,“ sagði Ásmundur um viðbrögð heimamanna við súpunni. Ekki fylgdi uppskrift með þessari mongólsk-íslensku kjötsúpu en hún er vafalaust algjört lostæti. Hér að neðan er svo hægt að sjá myndir af ferðalögum Ása í Austurheimi. Matráðurinn hrærir í súpunni. Fjörutíu metra stálstytta af Genghis Khan. Kjötið verkað. Mongólar eru mikil hirðingjaþjóð. Ási með mongólskum veiðimönnum.
Mongólía Lambakjöt Framsóknarflokkurinn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira