Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2025 15:55 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum, meðal annars greiningardeild Íslandsbanka. Í umfjöllun greiningardeildarinnar, sem rituð er af þeim Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi og Bergþóru Baldursdóttur hagfræðingi, segir, líkt og nefndarmenn peningastefnunefndar sögðu í morgun, að breytt staða á íbúðalánamarkaði eftir vaxtadóminn í október hafi riðið baggamuninn um að vextir voru lækkaðir. „Ákvörðunin kom eflaust mörgum á óvart enda höfðu langflestar birtar spár, þar á meðal okkar, hljóðað upp á óbreytta vexti og það var einnig ráðandi skoðun í þeim væntingakönnunum sem birtar voru fyrir ákvörðunina. Sér í lagi kemur á óvart að breytt umhverfi á íbúðalánamarkaði hafi vegið jafn þungt og raun bar vitni að þessu sinni enda höfðu flestir trúlega fremur veðjað á að möguleg vaxtalækkun yrði fyrst og fremst viðbragð við versnandi efnahagshorfum.“ Nokkuð breytt framsýn leiðsögn Þá segir að framsýn leiðsögn peningastefnunefndar sé nokkuð breytt frá október og hljóði svo: Frekari ákvarðanir um lækkun vaxta bankans eru hins vegar háðar því að skýrar vísbendingar komi fram um að verðbólga sé að hjaðna í 2½% markmið bankans.Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Til samanburðar hafi framsýna leiðsögnin í október verið svohljóðandi: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Á kynningarfundi eftir vaxtaákvörðunina hafi stjórnendur bankans hnykkt á því að ekki ætti að skilja vaxtalækkunina nú sem vísbendingu um að vaxtalækkunarferlið væri komið á skrið á nýjan leik eftir hálfs árs hlé. „Þannig tók Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, fram að hvað hann varðaði væri vaxtalækkunin fyrst og fremst viðleitni til þess að vega gegn framangreindum breytingum á aðstæðum á lánamarkaði svo peningalega aðhaldið gagnvart heimilum ykist ekki vegna þeirra.“ Hefðu getað sleppt lækkun og haft leiðsögnina mildari frekar Þau Jón Bjarki og Bergþóra spyrja sig að því hversu trúverðug framsýna leiðsögn peningastefnunefndarinnar sé að þessu sinni. „Þótt kveðið sé nokkuð fast að orði í framsýnu leiðsögninni og skilaboðum stjórnenda Seðlabankans í kjölfarið hljótum við að spyrja okkur hversu mikið mark sé takandi á þeim orðum. Undanfarið hálft ár hefur vaxtalækkun verið afdráttarlaust bundin við hjöðnun verðbólgunnar sjálfrar í framsýnu leiðsögninni.“ Þannig hafi til að mynda komið fram í fundargerð októberfundar nefndarinnar að vegna mikillar fylgni verðbólguvæntinga við núverandi þróun verðbólgu teldi nefndin brýnt að sjá skýrari hjöðnun verðbólgu áður en frekari skref væru tekin í lækkun vaxta. „Þótt efnahagshorfur hafi vissulega versnað umtalsvert og breytt umhverfi á íbúðalánamarkaði auki á aðhald peningastefnunnar má færa rök fyrir því að hægt hefði verið að ná fram sambærilegum áhrifum og leitast er við nú ef vöxtum hefði verið haldið óbreyttum að sinni en framsýna leiðsögnin milduð fremur en að bjóða upp á vaxtalækkun og allharðan tón. Í framsýnni leiðsögn seðlabanka vegast ávallt á fyrirsjáanleiki frá einum tíma til annars og sveigjanleiki í að bregðast við breyttum aðstæðum.“ Ljóst sé að fyrirsjáanleikinn hafi verið látinn víkja að þessu sinni eins og endurspeglist í því að engin birt spá hljóðaði upp á 0,25 prósentu vaxtalækkun, né heldur hafi almennt verið búist við slíku skrefi meðal markaðsaðila. Vigtin minni „Vigt framsýnnar leiðsagnar Seðlabankans er því að okkar mati minni fyrir vikið og eins líklegt að fleiri vaxtalækkanir fylgi á komandi fjórðungum, jafnvel þótt verðbólga hjaðni ekki að marki allra næstu mánuði.“ Viðbrögð á verðbréfamörkuðum bendi til þess að væntingar um vaxtaþróun á komandi fjórðungum hafi breyst nokkuð. Þannig hafi OMXI15-hlutabréfavísitalan hækkað um ríflega 1 prósent þegar þetta er ritað [umfjöllunin var birt klukkan 14:30] og ávöxtunarkrafa bæði verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað nokkuð, mest á styttri skuldabréfaflokkum. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði OMXI15-hlutabréfavísitalan hækkað um 0,99 prósent og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf mest lækkað um fjórtán punkta. Ónógt vaxtaaðhald gæti valdið þrálátari verðbólgu Loks segir í umfjöllun greiningardeildarinnar að bráðabirgðaspá þeirra hljóði upp á 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta á hverjum fjórðungi næsta árs þar til vextir verða komnir niður á bilið 5,5 til 6,0 prósent næsta haust. Frekari lækkun stýrivaxtanna sé svo háð því hvort verðbólga hjaðnar að 2,5 prósenta markmiði bankans á komandi misserum. „Gangi spá okkar eftir verður verðbólga þrálátari en svo að svigrúm sé til meiri lækkunar stýrivaxta í bráð. Það gæti því farið svo að ónógt vaxtaaðhald Seðlabankans verði á endanum til þess að valda þrálátari verðbólgu og hærri vöxtum þegar frá líður en heppilegast væri. Vonandi verður þó þróunin hagfelldari en svo.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Lánamál Vaxtamálið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum, meðal annars greiningardeild Íslandsbanka. Í umfjöllun greiningardeildarinnar, sem rituð er af þeim Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi og Bergþóru Baldursdóttur hagfræðingi, segir, líkt og nefndarmenn peningastefnunefndar sögðu í morgun, að breytt staða á íbúðalánamarkaði eftir vaxtadóminn í október hafi riðið baggamuninn um að vextir voru lækkaðir. „Ákvörðunin kom eflaust mörgum á óvart enda höfðu langflestar birtar spár, þar á meðal okkar, hljóðað upp á óbreytta vexti og það var einnig ráðandi skoðun í þeim væntingakönnunum sem birtar voru fyrir ákvörðunina. Sér í lagi kemur á óvart að breytt umhverfi á íbúðalánamarkaði hafi vegið jafn þungt og raun bar vitni að þessu sinni enda höfðu flestir trúlega fremur veðjað á að möguleg vaxtalækkun yrði fyrst og fremst viðbragð við versnandi efnahagshorfum.“ Nokkuð breytt framsýn leiðsögn Þá segir að framsýn leiðsögn peningastefnunefndar sé nokkuð breytt frá október og hljóði svo: Frekari ákvarðanir um lækkun vaxta bankans eru hins vegar háðar því að skýrar vísbendingar komi fram um að verðbólga sé að hjaðna í 2½% markmið bankans.Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Til samanburðar hafi framsýna leiðsögnin í október verið svohljóðandi: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Á kynningarfundi eftir vaxtaákvörðunina hafi stjórnendur bankans hnykkt á því að ekki ætti að skilja vaxtalækkunina nú sem vísbendingu um að vaxtalækkunarferlið væri komið á skrið á nýjan leik eftir hálfs árs hlé. „Þannig tók Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, fram að hvað hann varðaði væri vaxtalækkunin fyrst og fremst viðleitni til þess að vega gegn framangreindum breytingum á aðstæðum á lánamarkaði svo peningalega aðhaldið gagnvart heimilum ykist ekki vegna þeirra.“ Hefðu getað sleppt lækkun og haft leiðsögnina mildari frekar Þau Jón Bjarki og Bergþóra spyrja sig að því hversu trúverðug framsýna leiðsögn peningastefnunefndarinnar sé að þessu sinni. „Þótt kveðið sé nokkuð fast að orði í framsýnu leiðsögninni og skilaboðum stjórnenda Seðlabankans í kjölfarið hljótum við að spyrja okkur hversu mikið mark sé takandi á þeim orðum. Undanfarið hálft ár hefur vaxtalækkun verið afdráttarlaust bundin við hjöðnun verðbólgunnar sjálfrar í framsýnu leiðsögninni.“ Þannig hafi til að mynda komið fram í fundargerð októberfundar nefndarinnar að vegna mikillar fylgni verðbólguvæntinga við núverandi þróun verðbólgu teldi nefndin brýnt að sjá skýrari hjöðnun verðbólgu áður en frekari skref væru tekin í lækkun vaxta. „Þótt efnahagshorfur hafi vissulega versnað umtalsvert og breytt umhverfi á íbúðalánamarkaði auki á aðhald peningastefnunnar má færa rök fyrir því að hægt hefði verið að ná fram sambærilegum áhrifum og leitast er við nú ef vöxtum hefði verið haldið óbreyttum að sinni en framsýna leiðsögnin milduð fremur en að bjóða upp á vaxtalækkun og allharðan tón. Í framsýnni leiðsögn seðlabanka vegast ávallt á fyrirsjáanleiki frá einum tíma til annars og sveigjanleiki í að bregðast við breyttum aðstæðum.“ Ljóst sé að fyrirsjáanleikinn hafi verið látinn víkja að þessu sinni eins og endurspeglist í því að engin birt spá hljóðaði upp á 0,25 prósentu vaxtalækkun, né heldur hafi almennt verið búist við slíku skrefi meðal markaðsaðila. Vigtin minni „Vigt framsýnnar leiðsagnar Seðlabankans er því að okkar mati minni fyrir vikið og eins líklegt að fleiri vaxtalækkanir fylgi á komandi fjórðungum, jafnvel þótt verðbólga hjaðni ekki að marki allra næstu mánuði.“ Viðbrögð á verðbréfamörkuðum bendi til þess að væntingar um vaxtaþróun á komandi fjórðungum hafi breyst nokkuð. Þannig hafi OMXI15-hlutabréfavísitalan hækkað um ríflega 1 prósent þegar þetta er ritað [umfjöllunin var birt klukkan 14:30] og ávöxtunarkrafa bæði verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað nokkuð, mest á styttri skuldabréfaflokkum. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði OMXI15-hlutabréfavísitalan hækkað um 0,99 prósent og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf mest lækkað um fjórtán punkta. Ónógt vaxtaaðhald gæti valdið þrálátari verðbólgu Loks segir í umfjöllun greiningardeildarinnar að bráðabirgðaspá þeirra hljóði upp á 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta á hverjum fjórðungi næsta árs þar til vextir verða komnir niður á bilið 5,5 til 6,0 prósent næsta haust. Frekari lækkun stýrivaxtanna sé svo háð því hvort verðbólga hjaðnar að 2,5 prósenta markmiði bankans á komandi misserum. „Gangi spá okkar eftir verður verðbólga þrálátari en svo að svigrúm sé til meiri lækkunar stýrivaxta í bráð. Það gæti því farið svo að ónógt vaxtaaðhald Seðlabankans verði á endanum til þess að valda þrálátari verðbólgu og hærri vöxtum þegar frá líður en heppilegast væri. Vonandi verður þó þróunin hagfelldari en svo.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Lánamál Vaxtamálið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira