Lífið

Ekki meira en bara vinir

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Austin Butler er að leita að ástinni.
Austin Butler er að leita að ástinni. Frazer Harrison/WireImage

Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni.

„Við erum bara vinir. Vinir sem borðuðum kvöldmat saman,“ segir Butler um samband hans við Ratajkowski. 

Síðustu mánuði hafa háværar slúðurraddir fullyrt að þau eigi í ástarsambandi eftir að þau sáust tvö saman á að því er virtist huggulegu stefnumóti. 

Ratajkowski vakti fyrst athygli þegar hún fór með hlutverk í tónlistarmyndbandinu Blurred Lines og hefur setið fyrir hjá ýmsum hátískuhúsum ásamt því að leika í bíómyndum á borð við Gone Girl. 

Butler skaust upp á stjörnuhimininn sem hjartaknúsari í unglingaþáttunum Carrie Diaries og fór eftirminnilega með hlutverk Elvis Prestley í ævisögulegri mynd um tónlistargoðsögnina. 

Þó að þetta tvíeyki sé einungis vinir segist Butler mjög opinn fyrir ástinni. 

„Við fáum bara eitt líf. Ég vil að lífið sé stöðugt að gera mig að betri vin, betri félaga og vonandi að betri eiginmanni og ef guð leyfir að betri föður,“ ræddi Butler við Vanity Fair á dögunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.