Lífið

Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í mál­verkum“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Garpur gekk með fjölskyldu sinni á fjallið Nasa á Hornströndum.
Garpur gekk með fjölskyldu sinni á fjallið Nasa á Hornströndum.

„Þá er ég að labba að einu fjalli sem ég hélt ég myndi aldrei fara upp á. Ég er í Aðalvík, mínum uppáhalds stað á Íslandi og hingað hef ég komið sem barn síðan ég var þriggja ára gamall, mjög reglulega og flest sumur ævi minnar. Oftast er maður að fara upp á sömu fjöllin hérna og sum fjöllin horfir maður á fullur aðdáunar, eins og fjallið sem blasir við núna.“

Þetta segir Garpur Elísabetarson um Nasa í Hornströndum sem hann kleif með börnum sínum í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands. Þar má sjá göngu fjölskyldunnar inn af Sæbóli í Aðalvík inn á Stað og þaðan að rótum Nasa sem þau gengu svo upp.

„Þegar ég var lítill hélt ég að þetta væri fjall sem ætti bara heima í málverkum og enginn ætti að asnast eða vesenast upp á,“ segir hann.

Þegar Garpur kveikti á símanum sínum á miðri göngu blöstu við þó nokkur skilaboð um ísbjörn á Vestfjörðum. Sem betur fer lenti fjölskyldan ekki í neinum ísbirni og urðu hans raunar ekkert var. Þau fengu þó að njóta æðislegs útsýnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.