Lífið

„Hann er að slátra laxinum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Níels kunni ekki að losna við roðið.
Níels kunni ekki að losna við roðið.

Í síðasta þætti af Ísskápastríðinu mættu þau Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, og Vigdís Hafliðadóttir.

Nilli var settur í lið með Evu Laufeyju og Vigdís með Gumma Ben. Hörkukeppni var milli liðanna en Níels mætti heldur betur kokhraustur og vildi nú meina að hann væri hörkukokkur.

Sem átti kannski ekki alveg við rök að styðjast og sást það vel þegar hann handlék lax. Þá mátti heyrast í Hrefnu Sætran, dómara Ísskápastríðsins: „Hann er að slátra laxinum.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Ísskápastríðinu sem er á dagskrá á Sýn á fimmtudagskvöldum og má sjá enn fleiri þætti á Sýn+.

Klippa: Nilli í vandræðum með laxinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.