Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. nóvember 2025 11:03 Guðjón Ragnar hefur tekið við starfi skólameistara FAS og er uppnuminn af aflvakanum í Höfn. „Einhver sagði mér í bollaspádómi að ég væri að flytja til útlanda á næstunni og nú er ég kominn til Hafnar. Það er eins og ég sé í útlöndum, þetta er svo nýtt samfélag fyrir mér. Það er búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina og mér leiðist ekki í eina mínútu.“ Þetta segir Guðjón Ragnar Jónasson sem er nýfluttur til Hafnar á Hornafirði til að taka við sem skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Guðjón starfaði við Menntaskólann í Reykjavík frá 2009 sem íslenskukennari, fagstjóri og gæðastjóri áður en hann söðlaði um og flutti austur. Hann er þó ekki óvanur landsbyggðarlífinu enda með búfræðiprófi frá Hvanneyri og starfaði sem bóndi um nokkurra ára skeið. Blaðamaður heyrði hljóðið í skólameistaranum um flutningana og fyrirhugaðan Þórbergsskóla sem kom til hans í kjölfar umræðu um brotthvarf Halldórs Laxness fyrr í haust. „Samfélagið á Kaffifélaginu víðs fjarri“ Það er stórt stökk að flytja „úr 101 Reykjavík í 101 Höfn“ eins og Guðjón orðar það en hann hefur samt aðlagast hratt. „Núna er samfélagið á Kaffifélaginu víðs fjarri, maður gengur götur Hafnar í Hornafirði í stað þess að þramma upp og niður Skólavörðustíginn á leið sinni í MR í Lækjargötu,“ segir Guðjón. Guðjón situr ekki lengur á kjaftaklöppinni við Kaffifélagið heldur lætur sér nægja að kíkja á kótilettukvöld og Kiwanis-fundi. „Þetta er rosalega lifandi samfélag, það er aflvaki hérna og kraftur í mannlífinu og atvinnulífinu. Fólkinu fjölgar og fjölgar og þetta er fjölmenningarlegt samfélag,“ segir hann um Höfn. Er ekki mikil breyting að fara úr því að kenna í að stýra heilum skóla? „Jú, en ég er sem betur fer í ríku sambandi við fólkið og krakkana. Að vissu leyti er þetta dálítil breyting og ég sakna krakkanna í MR en þetta er frábært tækifæri,“ segir hann. „Þetta er lítill og fámennur framhaldsskóli en það sem er svo flott hérna er að maður finnur sterkt fyrir gæðum hinna nánu tengsla í samfélaginu. FAS er mikilvægur hornsteinn í héraði.“ „Ég er að reyna að vinna með menninguna, náttúruna, söguna og atvinnulífið til að gera öflugan skóla enn öflugri.“ Þórbergur kveikir í fólki og rímar við nútímann Guðjón er búinn að vera skólameistari í tæpar þrjár vikur en er þó farinn að horfa til næsta árs. Þá verða tuttugu ár liðin frá stofnun Þórbergsseturs í Hala í Suðursveit og er Guðjón stórhuga. Skipstjórinn kvaddi MR eftir sextán ára starf. „Við stefnum að því næsta vor að prufukeyra námskeið um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Það er ætlað fyrir alla framhaldsskólanema og alla áhugasama,“ segir Guðjón. Boðið verður upp á valfrjálsar staðlotur, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Hala í Suðursveit, en svo verður einnig hægt að sitja námskeiðið í fjarnámi. „Fólk getur komið og kynnst þessu frábæra safni sem er bæði um Þórberg og byggð og búsetu í Suðursveit,“ segir Guðjón en nákvæm tímasetning liggur ekki enn fyrir. Hvernig kemur þetta námskeið til? „Upp frá Laxness-umræðunni um kanónuna þá kom það mér til hugar að Þórbergur væri svolítið gleymdur,“ segir hann. Þórbergur var afkastamikill höfundur en hefur kannski gleymst eilítið. „Þórbergur virkar vel og það kveikir alltaf í krökkum að lesa Bréf til Láru. Verk Þórbergs eru ekki síður aðgengileg ungu fólki heldur en verk Laxness og Þórbergur rímar svolítið við nútímann með öllum sínum sérkennum,“ segir Guðjón. Gangi námskeiðið vel vill Guðjón búa til sérstakan Þórbergsskóla sem verði sameiginlegur undirskóli FAS og Þórbergsseturs í Suðursveit. Framsóknarforingi, búfénaður og landpóstar Samhliða starfi sínu sem kennari hefur Guðjón fengist við ritstörf. Hann gaf út hinsegin örsagnasafnið Hina hliðina árið 2021, síðan bækurnar Guðni: Flói bernsku minnar og Guðni á ferð og flugi um Guðna Ágústsson og þrjú sagnasöfn um kindur og forystufé. Nú beinir hann sjónum sínum að landpóstum. Guðjón Ragnar og Guðni ferðuðust um landið að ræða við bændur og aðra góða menn. „Söguþættir landpóstanna nutu um áratuga skeið mikilla vinsælda en bækurnar hafa lengi verið ófáanlegar. Helgi Valtýsson safnaði þar saman frásögnum fjölmargra landpósta og hafa ýmsar þeirra orðið skáldum og rithöfundum innblástur og yrkisefni,“ segir Guðjón. Landpóstar voru embættismenn sem önnuðust póstferðir á 18. og 19. öld og urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virðingar. „Á vordögum ritstýrði ég bókinni Söguþáttum landpóstanna. Ég valdi í félagi við Þorstein Þórhallsson, fyrrum sögukennara við MH, fimmtán þætti úr þriggja binda verki, svona brot af því besta. Svo er það hitt að sitt sýnist hverjum um hvað sé best,“ segir Guðjón. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Þetta segir Guðjón Ragnar Jónasson sem er nýfluttur til Hafnar á Hornafirði til að taka við sem skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Guðjón starfaði við Menntaskólann í Reykjavík frá 2009 sem íslenskukennari, fagstjóri og gæðastjóri áður en hann söðlaði um og flutti austur. Hann er þó ekki óvanur landsbyggðarlífinu enda með búfræðiprófi frá Hvanneyri og starfaði sem bóndi um nokkurra ára skeið. Blaðamaður heyrði hljóðið í skólameistaranum um flutningana og fyrirhugaðan Þórbergsskóla sem kom til hans í kjölfar umræðu um brotthvarf Halldórs Laxness fyrr í haust. „Samfélagið á Kaffifélaginu víðs fjarri“ Það er stórt stökk að flytja „úr 101 Reykjavík í 101 Höfn“ eins og Guðjón orðar það en hann hefur samt aðlagast hratt. „Núna er samfélagið á Kaffifélaginu víðs fjarri, maður gengur götur Hafnar í Hornafirði í stað þess að þramma upp og niður Skólavörðustíginn á leið sinni í MR í Lækjargötu,“ segir Guðjón. Guðjón situr ekki lengur á kjaftaklöppinni við Kaffifélagið heldur lætur sér nægja að kíkja á kótilettukvöld og Kiwanis-fundi. „Þetta er rosalega lifandi samfélag, það er aflvaki hérna og kraftur í mannlífinu og atvinnulífinu. Fólkinu fjölgar og fjölgar og þetta er fjölmenningarlegt samfélag,“ segir hann um Höfn. Er ekki mikil breyting að fara úr því að kenna í að stýra heilum skóla? „Jú, en ég er sem betur fer í ríku sambandi við fólkið og krakkana. Að vissu leyti er þetta dálítil breyting og ég sakna krakkanna í MR en þetta er frábært tækifæri,“ segir hann. „Þetta er lítill og fámennur framhaldsskóli en það sem er svo flott hérna er að maður finnur sterkt fyrir gæðum hinna nánu tengsla í samfélaginu. FAS er mikilvægur hornsteinn í héraði.“ „Ég er að reyna að vinna með menninguna, náttúruna, söguna og atvinnulífið til að gera öflugan skóla enn öflugri.“ Þórbergur kveikir í fólki og rímar við nútímann Guðjón er búinn að vera skólameistari í tæpar þrjár vikur en er þó farinn að horfa til næsta árs. Þá verða tuttugu ár liðin frá stofnun Þórbergsseturs í Hala í Suðursveit og er Guðjón stórhuga. Skipstjórinn kvaddi MR eftir sextán ára starf. „Við stefnum að því næsta vor að prufukeyra námskeið um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Það er ætlað fyrir alla framhaldsskólanema og alla áhugasama,“ segir Guðjón. Boðið verður upp á valfrjálsar staðlotur, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Hala í Suðursveit, en svo verður einnig hægt að sitja námskeiðið í fjarnámi. „Fólk getur komið og kynnst þessu frábæra safni sem er bæði um Þórberg og byggð og búsetu í Suðursveit,“ segir Guðjón en nákvæm tímasetning liggur ekki enn fyrir. Hvernig kemur þetta námskeið til? „Upp frá Laxness-umræðunni um kanónuna þá kom það mér til hugar að Þórbergur væri svolítið gleymdur,“ segir hann. Þórbergur var afkastamikill höfundur en hefur kannski gleymst eilítið. „Þórbergur virkar vel og það kveikir alltaf í krökkum að lesa Bréf til Láru. Verk Þórbergs eru ekki síður aðgengileg ungu fólki heldur en verk Laxness og Þórbergur rímar svolítið við nútímann með öllum sínum sérkennum,“ segir Guðjón. Gangi námskeiðið vel vill Guðjón búa til sérstakan Þórbergsskóla sem verði sameiginlegur undirskóli FAS og Þórbergsseturs í Suðursveit. Framsóknarforingi, búfénaður og landpóstar Samhliða starfi sínu sem kennari hefur Guðjón fengist við ritstörf. Hann gaf út hinsegin örsagnasafnið Hina hliðina árið 2021, síðan bækurnar Guðni: Flói bernsku minnar og Guðni á ferð og flugi um Guðna Ágústsson og þrjú sagnasöfn um kindur og forystufé. Nú beinir hann sjónum sínum að landpóstum. Guðjón Ragnar og Guðni ferðuðust um landið að ræða við bændur og aðra góða menn. „Söguþættir landpóstanna nutu um áratuga skeið mikilla vinsælda en bækurnar hafa lengi verið ófáanlegar. Helgi Valtýsson safnaði þar saman frásögnum fjölmargra landpósta og hafa ýmsar þeirra orðið skáldum og rithöfundum innblástur og yrkisefni,“ segir Guðjón. Landpóstar voru embættismenn sem önnuðust póstferðir á 18. og 19. öld og urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virðingar. „Á vordögum ritstýrði ég bókinni Söguþáttum landpóstanna. Ég valdi í félagi við Þorstein Þórhallsson, fyrrum sögukennara við MH, fimmtán þætti úr þriggja binda verki, svona brot af því besta. Svo er það hitt að sitt sýnist hverjum um hvað sé best,“ segir Guðjón.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira