Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 13:10 Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarlandsliðsþjálfari áður en hann tók við AB. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar. Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar.
Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu