„Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. nóvember 2025 22:21 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, þurfti að glíma við nokkrar áskoranir í kvöld Vísir/Pawel Grindvíkingar eru enn taplausir á toppi Bónus-deildarinnar eftir 78-86 sigur á ÍR í nokkuð skrautlegum leik í Skógarselinu í kvöld. Grindvíkingar voru orðnir nokkuð fáliðaðir þegar leið á leikinn en Ólafur Ólafsson og Kristófer Breki Gylfason fóru báðir meiddir af velli og þá var DeAndre Kane sendur í bað eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð eftir samskipti sín við Kristinn Óskarsson. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi tilfinningaríkur á hliðarlínunni í fyrri hálfleik og kastaði sér einu sinni í gólfið úr pirringi eftir tapaðan bolta. „Við vorum að gera barnaleg mistök, sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum með sjö eða átta tapaða bolta, ekki einu sinni undir pressu helmingurinn af þeim. Eðlilega verður maður pirraður á því en ég var svo sem alveg búinn undir þetta. Þetta er alltaf svona þegar við spilum hérna, hvort sem það er í Seljaskóla eða hér. Adrenalínið fer alltaf allt upp í botn. Þeir eru góðir í því, að keyra leikinn upp í einhverja vitleysu og við höndluðum það alls ekki nægilega vel. En góður sigur og við tökum tvö stig.“ Grindvíkingar voru seinir í gang og virkuðu frekar værukærir í fyrri hálfleik en spiluðu mun betur í seinni hálfleik að mati Jóhanns. „ÍR-ingarnir búa sér til fullt af opnum skotum í fyrri hálfleik og hitta bara ekki. Vorum tveimur yfir í hálfleik og þriðji leikhluti er mjög góður, sérstaklega varnarlega og er það sem brúar bilið hérna í kvöld fyrir okkur. Við vorum mjög góðir þá og lungann úr leiknum bara fínasta frammistaða. Eins og ég segi, alltaf erfitt að spila hérna og sáttur með góðan sigur.“ Aðspurður um meiðsli fyrirliðans, Ólafs Ólafssonar, sagði Jóhann að það hefði fyrst og fremst verið varúðarráðstöfun að láta hann hvíla í seinni hálfleik. „Við tókum bara ákvörðun í samráði við Stretskó [sjúkraþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] um að hann myndi bara sitja seinni hálfleik. Hann verður klár á fimmtudaginn held ég.“ Fastir liðir eins og vanalega Leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu undir lokin. Kane rekinn í bað, mikið brotið og Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR, var einnig sendur í bað fyrir óíþróttamannslegt brot. Jóhann er þó orðinn flestu vanur þegar kemur að DeAndre Kane. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár. Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig.“ Grindvíkingar taka á móti Tindastóli í næsta leik og Jóhann er fullur tilhlökkunar, þrátt fyrir að leikurinn sé á fimmtudegi en grindvískir stuðningsmenn hafa kallað eftir því að leikurinn verðir færður á föstudag. „Bara eins og flestir leikir í þessari deild. Stólarnir náttúrulega með hörku lið og vel mannað. Það verður bara risa verkefni. Það verður gaman að fá þá heim í Grindavík. Grindavík hefur verið þeirra annað heimili það sem af er hausti. Bæði lið á „heimavelli“ og vonandi bara geggjuð stemming í húsinu og fullt hús eins og hefur verið. Skora bara á mitt fólk að þó það sé fimmtudagur þá er alveg hægt að fá sér einn tvo og „haffa gaman“. Það er bara fulla ferð og við látum vaða á það.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Grindvíkingar voru orðnir nokkuð fáliðaðir þegar leið á leikinn en Ólafur Ólafsson og Kristófer Breki Gylfason fóru báðir meiddir af velli og þá var DeAndre Kane sendur í bað eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð eftir samskipti sín við Kristinn Óskarsson. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi tilfinningaríkur á hliðarlínunni í fyrri hálfleik og kastaði sér einu sinni í gólfið úr pirringi eftir tapaðan bolta. „Við vorum að gera barnaleg mistök, sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum með sjö eða átta tapaða bolta, ekki einu sinni undir pressu helmingurinn af þeim. Eðlilega verður maður pirraður á því en ég var svo sem alveg búinn undir þetta. Þetta er alltaf svona þegar við spilum hérna, hvort sem það er í Seljaskóla eða hér. Adrenalínið fer alltaf allt upp í botn. Þeir eru góðir í því, að keyra leikinn upp í einhverja vitleysu og við höndluðum það alls ekki nægilega vel. En góður sigur og við tökum tvö stig.“ Grindvíkingar voru seinir í gang og virkuðu frekar værukærir í fyrri hálfleik en spiluðu mun betur í seinni hálfleik að mati Jóhanns. „ÍR-ingarnir búa sér til fullt af opnum skotum í fyrri hálfleik og hitta bara ekki. Vorum tveimur yfir í hálfleik og þriðji leikhluti er mjög góður, sérstaklega varnarlega og er það sem brúar bilið hérna í kvöld fyrir okkur. Við vorum mjög góðir þá og lungann úr leiknum bara fínasta frammistaða. Eins og ég segi, alltaf erfitt að spila hérna og sáttur með góðan sigur.“ Aðspurður um meiðsli fyrirliðans, Ólafs Ólafssonar, sagði Jóhann að það hefði fyrst og fremst verið varúðarráðstöfun að láta hann hvíla í seinni hálfleik. „Við tókum bara ákvörðun í samráði við Stretskó [sjúkraþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] um að hann myndi bara sitja seinni hálfleik. Hann verður klár á fimmtudaginn held ég.“ Fastir liðir eins og vanalega Leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu undir lokin. Kane rekinn í bað, mikið brotið og Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR, var einnig sendur í bað fyrir óíþróttamannslegt brot. Jóhann er þó orðinn flestu vanur þegar kemur að DeAndre Kane. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár. Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig.“ Grindvíkingar taka á móti Tindastóli í næsta leik og Jóhann er fullur tilhlökkunar, þrátt fyrir að leikurinn sé á fimmtudegi en grindvískir stuðningsmenn hafa kallað eftir því að leikurinn verðir færður á föstudag. „Bara eins og flestir leikir í þessari deild. Stólarnir náttúrulega með hörku lið og vel mannað. Það verður bara risa verkefni. Það verður gaman að fá þá heim í Grindavík. Grindavík hefur verið þeirra annað heimili það sem af er hausti. Bæði lið á „heimavelli“ og vonandi bara geggjuð stemming í húsinu og fullt hús eins og hefur verið. Skora bara á mitt fólk að þó það sé fimmtudagur þá er alveg hægt að fá sér einn tvo og „haffa gaman“. Það er bara fulla ferð og við látum vaða á það.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira