Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. nóvember 2025 08:54 „Þó flestir vænti að vextir muni lækka á komandi misserum, er engu að síður útlit fyrir að rekstrarumhverfi fyrirtækja verði krefjandi í vetur," segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka Anton Brink Hátt í tólfhundruð fyrirtæki teljast Framúrskarandi samkvæmt Creditinfo í rekstrarumhverfi sem hefur sjaldan verið jafn krefjandi. Hvaða brekkur bíða fyrirtækja sem vilja komast á listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki eða halda sæti sínu þar? Er allt í volli, verðbólga, skattar, vörugjöld og vesen eða er ljós við enda ganganna? Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka fer hér yfir áskoranir framundan. Erna segir íslenskt hagkerfi hafa reynst ótrúlega þrautseigt þrátt fyrir hátt vaxtastig. Seðlabankinn hafi haldið raunvöxtum í kringum fjögur prósent í meira en ár, sem telst þétt vaxtaaðhald á flesta mælikvarða. Spenna hafi einkennt vinnumarkaðinn, atvinnuleysi verið lítið og kaupmáttur heimila farið vaxandi. Á síðustu mánuðum hafi þó sést skýr merki um viðsnúning og kólnun hagkerfisins, „Enda varla við öðru að búast. Verðbólgan, sem hefur reynst þrálát, hefur hækkað rekstrarkostnað og ýtt undir launakröfur, sem saman hafa dregið úr samkeppnishæfni fyrirtækja, sérstaklega þeirra er starfa í alþjóðlegri samkeppni,“ segir Erna. „Seðlabankinn hefur beitt peningastefnunni af fullum þunga til að ná tökum á verðbólgunni, með því að halda vöxtum háum. Hátt vaxtastig hefur leitt til hærri vaxtakostnaðar, dýrari fjármögnunar og dregið úr fjárfestingargetu – og vilja fyrirtækja. Við höfum séð merki um það í hagtölunum, en ef ekki hefði verið fyrir miklar fjárfestingar í landeldi og gagnaverum hefði atvinnuvegafjárfesting dregist saman undanfarna fjórðunga. Þá hefur hægt verulega á starfafjölgun, enda mörg fyrirtæki að heyja varnarbaráttu í þessu rekstrarumhverfi,“ útskýrir Erna. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi kólnað hratt á haustmánuðum sé verðbólgan enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og útlit fyrir að svo verði áfram á næstunni. Þó flestir vænti að vextir muni lækka á komandi misserum, er engu að síður útlit fyrir að rekstrarumhverfi fyrirtækja verði krefjandi í vetur. Fjárhagsstaða íslenskra heimila sterk Hvað með íslenska neytendur, við finnum fyrir og tölum um hvað allt er dýrt. Spurð hvaða áhrif neysluvenjur okkar hafi á rekstur fyrirtækja segir Erna heimilin standa nokkuð sterk. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu og hátt vaxtastig hafa íslenskir neytendur ekki dregið saman seglin að neinu ráði. Þvert á móti hefur kortavelta Íslendinga aukist á síðustu mánuðum, sem og einkaneysla á hvern einstakling. Þessi þróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu heimilanna og mikla aukningu ráðstöfunartekna,“ segir Erna. Íslenskir neytendur séu samt sem áður kvikir og fljótir að bregðast við þegar aðstæður breytast. Á undanförnu ári hefur neyslan beinst í auknu mæli út fyrir landsteinana, bæði í gegnum erlenda netverslun og fleiri utanlandsferðir Íslendinga. „Krónan hefur verið sterk og hafa margir hverjir nýtt sér það. Þetta hefur vissulega áhrif á fyrirtæki sem starfa í verslun og þjónustu hér innanlands. Það eru hins vegar fleiri neytendur á landinu á hverjum tíma, þar sem hingað koma um 2,3 milljónir ferðamanna, sem sækja í innlenda verslun og þjónustu. Þó að neysla heimilanna hafi haldið áfram að aukast má gera ráð fyrir að neikvæðu tíðindin sem dunið hafa á þjóðinni á haustmánuðum hafi áhrif á kauphegðun neytenda og að fleiri haldi að sér höndum. Þá gæti hert aðgengi að íbúðalánum haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkað, og þar með væntingar og kaupvilja heimila,“ segir Erna. Kenjótta krónan okkar stöðug í bili Erna ávarpaði Framúrskarandi fyrirtæki á viðburði Creditinfo sem fram fór í Laugardalshöll 30. október síðastliðinn.Anton Brink „Gengi gjaldmiðla sveiflast, hvort sem gjaldmiðillinn heitir króna eða evra. Þrátt fyrir sveiflukennda sögu hefur krónan verið mjög stöðug að undanförnu, ekki síst samanborið við aðra gjaldmiðla. Þótt sveiflurnar séu litlar í sögulegu samhengi koma þær engu að síður illa við kauninn á mörgum og torvelda rekstur og áætlunargerð,“ segir Erna. Til að mynda hafi krónan styrkst nánast samfellt frá haustmánuðum ársins 2024, ef frá eru taldar síðustu vikur. „Sterk króna getur reynst útflutningsfyrirtækjum óþægur ljár í þúfu, enda mörg hver með tekjur í erlendum gjaldeyri en launakostnað og ýmis önnur gjöld í íslenskum krónum. Þá dregur gengisstyrking úr samkeppnishæfni þjóðarbúsins, sem kemur sér illa fyrir lítið opið hagkerfi eins og okkar. Gengisveiking síðustu vikna hefur því eflaust verið kærkomin fyrir mörg útflutningsfyrirtæki, þó hún gæti tímabundið ýtt undir verðbólguþrýsting.“ Fyrirtæki geta varið sig gegn gengissveiflum – og mörg hver gera það – en því fylgir alltaf ákveðinn kostnaður, og krónan sveiflast ekki alltaf eins og væntingar standa til. Þar af leiðandi verður hvert og eitt fyrirtæki að meta stöðuna út frá eigin rekstri. Launakostnaður á Íslandi hár í alþjóðlegum samanburði Í kjölfar heimsfaraldursins var mikil samkeppni um starfsfólk en á síðustu mánuðum hefur slakinn á vinnumarkaði aukist að sögn Ernu. Þannig telji fleiri stjórnendur að starfsfólki muni fækka á næsta ári en fjölga. Á þetta sérstaklega við um útflutningsgreinarnar, sem hafa staðið frammi fyrir alþjóðlegri efnahagsóvissu, sterkri krónu og versnandi samkeppnishæfni. „Það dylst engum að launakostnaður á Íslandi er hár í alþjóðlegum samanburði, og mikil áskorun fyrir fyrirtæki að kljást við jafn miklar launahækkanir og raun ber vitni, ár eftir ár,“ segir Erna. Fátt bendi til þess að launakostnaður lækki á næstunni nema gripið verði til hagræðinga. „Á almennum vinnumarkaði ná gildandi kjarasamningar til ársins 2028, og því fyrirséð að laun munu halda áfram að hækka. Vaxandi launakostnaður bætist því við áðurnefndar áskoranir. Verðbólga er áfram mikil og vextir háir, og útlit fyrir að svo verði áfram, þrátt fyrir að vextir gætu lækkað eitthvað á komandi misserum. Þá er krónan enn þá sterk og alþjóðleg óvissa verulega mikil,“ útskýrir Erna. Ljós við enda ganganna Einhverjar brekkur eru því framundan hjá íslenskum fyrirtækjum og neytendum en Erna er þó bjartsýn. Þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi hef ég mikla trú á íslensku hagkerfi. Bæði heimili og fyrirtæki hafa haft borð fyrir báru, eru almennt séð skuldlétt og viðnámsþróttur þeirra mikill. Fari svo að efnahagshorfurnar færist til verri vegar þá hefur Seðlabankinn mikið svigrúm til að bregðast við og styðja hagkerfið, bæði í gegnum vaxtastefnuna og þjóðhagsvarúðartæki,“ segir hún, ekki megi gleyma að hagkerfið hafi tekið stakkaskiptum síðustu 15 ár. „Útflutningstoðirnar eru fleiri, skuldsetning almennt lítil, gjaldeyrisforði til staðar og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Veturinn verður líklega erfiður, ég ætla ekki að neita því, en sem betur fer eru bæði heimili og fyrirtæki vel í stakk búin til þess að takast á við þessar áskoranir.“ Ávarpaði Framúrskarandi fyrirtæki í Laugardalshöll Hér fyrir neðan má sjá upptöku af viðburði Creditinfo þann 30. október síðastliðinn þegar listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki var gerður opinber. Erna flutti þar erindi um horfurnar í íslensku hagkerfi. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Erna segir íslenskt hagkerfi hafa reynst ótrúlega þrautseigt þrátt fyrir hátt vaxtastig. Seðlabankinn hafi haldið raunvöxtum í kringum fjögur prósent í meira en ár, sem telst þétt vaxtaaðhald á flesta mælikvarða. Spenna hafi einkennt vinnumarkaðinn, atvinnuleysi verið lítið og kaupmáttur heimila farið vaxandi. Á síðustu mánuðum hafi þó sést skýr merki um viðsnúning og kólnun hagkerfisins, „Enda varla við öðru að búast. Verðbólgan, sem hefur reynst þrálát, hefur hækkað rekstrarkostnað og ýtt undir launakröfur, sem saman hafa dregið úr samkeppnishæfni fyrirtækja, sérstaklega þeirra er starfa í alþjóðlegri samkeppni,“ segir Erna. „Seðlabankinn hefur beitt peningastefnunni af fullum þunga til að ná tökum á verðbólgunni, með því að halda vöxtum háum. Hátt vaxtastig hefur leitt til hærri vaxtakostnaðar, dýrari fjármögnunar og dregið úr fjárfestingargetu – og vilja fyrirtækja. Við höfum séð merki um það í hagtölunum, en ef ekki hefði verið fyrir miklar fjárfestingar í landeldi og gagnaverum hefði atvinnuvegafjárfesting dregist saman undanfarna fjórðunga. Þá hefur hægt verulega á starfafjölgun, enda mörg fyrirtæki að heyja varnarbaráttu í þessu rekstrarumhverfi,“ útskýrir Erna. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi kólnað hratt á haustmánuðum sé verðbólgan enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og útlit fyrir að svo verði áfram á næstunni. Þó flestir vænti að vextir muni lækka á komandi misserum, er engu að síður útlit fyrir að rekstrarumhverfi fyrirtækja verði krefjandi í vetur. Fjárhagsstaða íslenskra heimila sterk Hvað með íslenska neytendur, við finnum fyrir og tölum um hvað allt er dýrt. Spurð hvaða áhrif neysluvenjur okkar hafi á rekstur fyrirtækja segir Erna heimilin standa nokkuð sterk. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu og hátt vaxtastig hafa íslenskir neytendur ekki dregið saman seglin að neinu ráði. Þvert á móti hefur kortavelta Íslendinga aukist á síðustu mánuðum, sem og einkaneysla á hvern einstakling. Þessi þróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu heimilanna og mikla aukningu ráðstöfunartekna,“ segir Erna. Íslenskir neytendur séu samt sem áður kvikir og fljótir að bregðast við þegar aðstæður breytast. Á undanförnu ári hefur neyslan beinst í auknu mæli út fyrir landsteinana, bæði í gegnum erlenda netverslun og fleiri utanlandsferðir Íslendinga. „Krónan hefur verið sterk og hafa margir hverjir nýtt sér það. Þetta hefur vissulega áhrif á fyrirtæki sem starfa í verslun og þjónustu hér innanlands. Það eru hins vegar fleiri neytendur á landinu á hverjum tíma, þar sem hingað koma um 2,3 milljónir ferðamanna, sem sækja í innlenda verslun og þjónustu. Þó að neysla heimilanna hafi haldið áfram að aukast má gera ráð fyrir að neikvæðu tíðindin sem dunið hafa á þjóðinni á haustmánuðum hafi áhrif á kauphegðun neytenda og að fleiri haldi að sér höndum. Þá gæti hert aðgengi að íbúðalánum haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkað, og þar með væntingar og kaupvilja heimila,“ segir Erna. Kenjótta krónan okkar stöðug í bili Erna ávarpaði Framúrskarandi fyrirtæki á viðburði Creditinfo sem fram fór í Laugardalshöll 30. október síðastliðinn.Anton Brink „Gengi gjaldmiðla sveiflast, hvort sem gjaldmiðillinn heitir króna eða evra. Þrátt fyrir sveiflukennda sögu hefur krónan verið mjög stöðug að undanförnu, ekki síst samanborið við aðra gjaldmiðla. Þótt sveiflurnar séu litlar í sögulegu samhengi koma þær engu að síður illa við kauninn á mörgum og torvelda rekstur og áætlunargerð,“ segir Erna. Til að mynda hafi krónan styrkst nánast samfellt frá haustmánuðum ársins 2024, ef frá eru taldar síðustu vikur. „Sterk króna getur reynst útflutningsfyrirtækjum óþægur ljár í þúfu, enda mörg hver með tekjur í erlendum gjaldeyri en launakostnað og ýmis önnur gjöld í íslenskum krónum. Þá dregur gengisstyrking úr samkeppnishæfni þjóðarbúsins, sem kemur sér illa fyrir lítið opið hagkerfi eins og okkar. Gengisveiking síðustu vikna hefur því eflaust verið kærkomin fyrir mörg útflutningsfyrirtæki, þó hún gæti tímabundið ýtt undir verðbólguþrýsting.“ Fyrirtæki geta varið sig gegn gengissveiflum – og mörg hver gera það – en því fylgir alltaf ákveðinn kostnaður, og krónan sveiflast ekki alltaf eins og væntingar standa til. Þar af leiðandi verður hvert og eitt fyrirtæki að meta stöðuna út frá eigin rekstri. Launakostnaður á Íslandi hár í alþjóðlegum samanburði Í kjölfar heimsfaraldursins var mikil samkeppni um starfsfólk en á síðustu mánuðum hefur slakinn á vinnumarkaði aukist að sögn Ernu. Þannig telji fleiri stjórnendur að starfsfólki muni fækka á næsta ári en fjölga. Á þetta sérstaklega við um útflutningsgreinarnar, sem hafa staðið frammi fyrir alþjóðlegri efnahagsóvissu, sterkri krónu og versnandi samkeppnishæfni. „Það dylst engum að launakostnaður á Íslandi er hár í alþjóðlegum samanburði, og mikil áskorun fyrir fyrirtæki að kljást við jafn miklar launahækkanir og raun ber vitni, ár eftir ár,“ segir Erna. Fátt bendi til þess að launakostnaður lækki á næstunni nema gripið verði til hagræðinga. „Á almennum vinnumarkaði ná gildandi kjarasamningar til ársins 2028, og því fyrirséð að laun munu halda áfram að hækka. Vaxandi launakostnaður bætist því við áðurnefndar áskoranir. Verðbólga er áfram mikil og vextir háir, og útlit fyrir að svo verði áfram, þrátt fyrir að vextir gætu lækkað eitthvað á komandi misserum. Þá er krónan enn þá sterk og alþjóðleg óvissa verulega mikil,“ útskýrir Erna. Ljós við enda ganganna Einhverjar brekkur eru því framundan hjá íslenskum fyrirtækjum og neytendum en Erna er þó bjartsýn. Þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi hef ég mikla trú á íslensku hagkerfi. Bæði heimili og fyrirtæki hafa haft borð fyrir báru, eru almennt séð skuldlétt og viðnámsþróttur þeirra mikill. Fari svo að efnahagshorfurnar færist til verri vegar þá hefur Seðlabankinn mikið svigrúm til að bregðast við og styðja hagkerfið, bæði í gegnum vaxtastefnuna og þjóðhagsvarúðartæki,“ segir hún, ekki megi gleyma að hagkerfið hafi tekið stakkaskiptum síðustu 15 ár. „Útflutningstoðirnar eru fleiri, skuldsetning almennt lítil, gjaldeyrisforði til staðar og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Veturinn verður líklega erfiður, ég ætla ekki að neita því, en sem betur fer eru bæði heimili og fyrirtæki vel í stakk búin til þess að takast á við þessar áskoranir.“ Ávarpaði Framúrskarandi fyrirtæki í Laugardalshöll Hér fyrir neðan má sjá upptöku af viðburði Creditinfo þann 30. október síðastliðinn þegar listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki var gerður opinber. Erna flutti þar erindi um horfurnar í íslensku hagkerfi. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira