Enski boltinn

Stefán Teitur og fé­lagar upp í þriðja sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson hefur leikið með Preston frá sumrinu 2024.
Stefán Teitur Þórðarson hefur leikið með Preston frá sumrinu 2024. getty/Richard Martin-Roberts

Preston, sem íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson leikur með, komst upp í 3. sæti ensku B-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Millwall á The Den í dag.

Stefán var í byrjunarliði Preston sem náði forystunni eftir stundarfjórðung með marki Michaels Smith. Mihailo Ivanovic jafnaði fyrir Millwall á 36. mínútu og þar við sat.

Preston, sem hefur fengið tíu stig í síðustu fjórum leikjum, er í 3. sæti deildarinnar með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Coventry City.

Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Blackburn Rovers sem laut í lægra haldi fyrir Derby County, 1-2, eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð þar á undan.

Blackburn er í 18. sæti deildarinnar með sextán stig. Andri hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið á tímabilinu.

Andri og Stefán eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem var valinn fyrir leikina gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×