Lífið

Hættir við keppni í Ung­frú al­heimi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Helena Hafþórsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland í apríl síðastliðnum.
Helena Hafþórsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland í apríl síðastliðnum. Arnór Trausti

Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland fyrr í ár og þar með farseðil á Ungfrú alheim sem fram fer í Taílandi hefur dregið sig úr keppni vegna veikinda.

Teymi hennar greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hún hafi glímt við veikindi undanfarna daga. Henni sé farið að batna en hafi samt sem áður ákveðið að hætta keppni.

„Það hryggir okkur gífurlega að tilkynna að hún hafi af persónulegum ástæðum tekið þá erfiðu ákvörðun að draga sig úr Ungfrú alheimi í Taílandi,“ segir í færslunni.

Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla.


Tengdar fréttir

Helena krýnd Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.