Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 10:26 Alexander Isak hefur ekki byrjað vel með Liverpool og á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Harry Langer Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira