Fótbolti

Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Leó Grétarsson tryggði Sönderjyske dramatískan sigur í dag.
Daníel Leó Grétarsson tryggði Sönderjyske dramatískan sigur í dag. Getty/Bradley Collyer

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson tryggði Sönderjyske dramatískan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sönderjyske vann þá 2-1 heimasigur á Vejle Boldklub. Vejle komst yfir í leiknum en missti svo mann af velli með rautt spjald á 37. mínútu.

Kristall Máni Ingason lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Mads Agger á 44. mínútu. Kristall Máni fór af velli á 78. mínútu.

Sönderjyske spilaði allan seinni hálfleikinn manni fleiri en þurfti að bíða lengi eftir sigurmarkinu.

Það skoraði Daníel Leó á þriðju mínútu í uppbótartíma. Hann skallaði þá fyrirgjöf Olti Hyseni í markið.

Þetta var annað deildarmark Daníels á tímabilinu en hann skoraði einnig í sigri á Bröndby.

SönderjyskE er í fimmta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, sex stigum á eftir FC Kaupmannahöfn sem er í næsta sæti fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×