Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2025 20:00 Hér má finna þrjár uppskriftir sem koma einstaklega vel út á veisluborðinu. Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg víða um land annað kvöld. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður, og hún hefur nú fest sig í sessi á mörgum heimilum. Undirbúningurinn stendur sem hæst, þar sem margir undirbúa hrikalega flottar veislur með girnilegum kræsingum. Hér að neðan má finna þrjár uppskriftir sem koma einstaklega vel út á veisluborðinu. Hrekkjavökupopp Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó flotta poppskál í Hrekkjavökubúningi sem setur skemmtilegan svip á veisluborðið. Skálin er bæði einföld í framkvæmd og fullkomin viðbót við Hrekkjavökuboðið. Hráefni: 1 poki örbylgjupopp Tvær lúkur saltkringlur Tveir pokar lakkrísreimar (skornar niður) Einn poki ormahlaup 3 msk. fjólublátt súkkulaði 3 msk. grænt súkkulaði 3 msk. appelsínugult súkkulaði Sykuraugu Kökuskraut (má sleppa) Aðferð: Poppið poppið samkvæmt leiðbeiningum og hellið á ofnskúffu íklædda bökunarpappír. Bræðið súkkulaðið (ég notaði candy melts en hér má líka bara nota dökkt og hvítt súkkulaði ef þið finnið ekki litað, það fæst t.d í Hagkaup). Stráið saltkringlum og ormahlaupi yfir poppið, dreifið úr brædda súkkulaðinu og stráið kökuskrauti og augum yfir hér og þar. Leyfið súkkulaðinu að storkna áður en þið færið yfir í aðra skál. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Ógurlegur hrekkjavökueftirréttur Matgæðingurinn og uppskriftahöfundurinn Linda Benediktsdóttir útbjó ógurleg hrekkjavökueftirréttaglös – fullkominn eftirrétt fyrir bæði fullorðna og börn.Það er fátt skemmtilegra en að skapa eitthvað ótrúlega ljúffengt sem lítur út fyrir að vera dálítið óhugnanlegt! Þessi uppskrift er bæði einföld og skemmtileg og hentar fullkomlega á Halloween-borðið. Botn: Ljúffeng súkkulaðikaka Linda Ben kökumix 3 egg 1 dl vatn 1½ dl olía Miðlag: 1 pakki Dr. Oetker vanillubúðingur 100 g sykur 1 lítri léttmjólk Toppur 240 g Noir kex með belgísku súkkulaði (hluti mulinn, hluti heill til að gera legstein) Svartur matarlitur frá Dr. Oetker Vidal Mega Jelly Mix nammi Vidal blóðug augu nammi Aðferð skref fyrir skref: Bakið kökuna Hrærið saman kökumixið, eggin, vatnið og olíuna. Hellið deiginu í smurt form (um það bil 30×40 cm eða annað sambærilegt). Bakið við 180°C í um 25 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið vel. Útbúið vanillubúðinginn Setjið búðingaduft, sykur og 2 dl af mjólk í skál og hrærið þar til blandan er slétt. Hitið síðan 8 dl af mjólk í potti þar til hún nær suðu. Takið pottinn af hitanum og hellið búðingablöndunni varlega út í mjólkina, hrærið stöðugt. Setjið pottinn aftur á hitann og þeytið þar til blandan þykknar og verður fallega gul á litinn. Takið af hitanum og látið kólna örlítið. Setjið saman glösin Rífið súkkulaðikökuna í bita og setjið í botninn á hverju glasi, það má hafa bitana óreglulega svo búðingurinn renni aðeins niður með hliðunum. Hellið vanillubúðingnum yfir kökubotninn. Skreytið réttinn Takið jafn mörg kex og glös, til að nota sem „legsteina“. Merjið restina af kexinu í plastpoka og stráið muldu kexinu yfir búðinginn. Skrifið RIP á bakhlið heilu kexkökurnar með svörtum matarlit og stingið einu kexi ofan í hvert glas. Skreytið síðan eftir smekk með Halloween-nammi, t.d. orma- eða drauganammi. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Ljúffengur Hrekkjavökubakki Hildur Rut Ingimarsdóttir, matarbloggari, útbjó glæsilegan ostabakka sem hentar fullkomlega á Hrekkjavökuborðið. Með því að skera ostana og móta úr þeim beinagrindur eða aðrar skemmtilegar verur, ásamt því að bæta við hráskinku og berjum, verður bakkinn bæði girnilegur og hátíðlegur. Hráefni: 2x Camembert ost 1 Primadonna 1 Havarti með kryddi Brómber Bláber Tuc mini kex Sultur eftir smekk. T.d brómberjasultu og habanero– og appelsínusultu. Grænar ólífur Salami Hráskinka Ferskt timían Aðferð: Skerið ostana í minni bita eða mótið úr þeim beinagrind. Raðið þeim síðan fallega á bakka ásamt berjum og hráskinku, og öðru sem ykkur dettur í hug. Sjá aðferðina í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars) Matur Uppskriftir Hrekkjavaka Tengdar fréttir Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins. 31. október 2023 15:01 Hryllilegustu veisluborð allra tíma Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. 19. október 2023 10:54 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Hér að neðan má finna þrjár uppskriftir sem koma einstaklega vel út á veisluborðinu. Hrekkjavökupopp Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó flotta poppskál í Hrekkjavökubúningi sem setur skemmtilegan svip á veisluborðið. Skálin er bæði einföld í framkvæmd og fullkomin viðbót við Hrekkjavökuboðið. Hráefni: 1 poki örbylgjupopp Tvær lúkur saltkringlur Tveir pokar lakkrísreimar (skornar niður) Einn poki ormahlaup 3 msk. fjólublátt súkkulaði 3 msk. grænt súkkulaði 3 msk. appelsínugult súkkulaði Sykuraugu Kökuskraut (má sleppa) Aðferð: Poppið poppið samkvæmt leiðbeiningum og hellið á ofnskúffu íklædda bökunarpappír. Bræðið súkkulaðið (ég notaði candy melts en hér má líka bara nota dökkt og hvítt súkkulaði ef þið finnið ekki litað, það fæst t.d í Hagkaup). Stráið saltkringlum og ormahlaupi yfir poppið, dreifið úr brædda súkkulaðinu og stráið kökuskrauti og augum yfir hér og þar. Leyfið súkkulaðinu að storkna áður en þið færið yfir í aðra skál. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Ógurlegur hrekkjavökueftirréttur Matgæðingurinn og uppskriftahöfundurinn Linda Benediktsdóttir útbjó ógurleg hrekkjavökueftirréttaglös – fullkominn eftirrétt fyrir bæði fullorðna og börn.Það er fátt skemmtilegra en að skapa eitthvað ótrúlega ljúffengt sem lítur út fyrir að vera dálítið óhugnanlegt! Þessi uppskrift er bæði einföld og skemmtileg og hentar fullkomlega á Halloween-borðið. Botn: Ljúffeng súkkulaðikaka Linda Ben kökumix 3 egg 1 dl vatn 1½ dl olía Miðlag: 1 pakki Dr. Oetker vanillubúðingur 100 g sykur 1 lítri léttmjólk Toppur 240 g Noir kex með belgísku súkkulaði (hluti mulinn, hluti heill til að gera legstein) Svartur matarlitur frá Dr. Oetker Vidal Mega Jelly Mix nammi Vidal blóðug augu nammi Aðferð skref fyrir skref: Bakið kökuna Hrærið saman kökumixið, eggin, vatnið og olíuna. Hellið deiginu í smurt form (um það bil 30×40 cm eða annað sambærilegt). Bakið við 180°C í um 25 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið vel. Útbúið vanillubúðinginn Setjið búðingaduft, sykur og 2 dl af mjólk í skál og hrærið þar til blandan er slétt. Hitið síðan 8 dl af mjólk í potti þar til hún nær suðu. Takið pottinn af hitanum og hellið búðingablöndunni varlega út í mjólkina, hrærið stöðugt. Setjið pottinn aftur á hitann og þeytið þar til blandan þykknar og verður fallega gul á litinn. Takið af hitanum og látið kólna örlítið. Setjið saman glösin Rífið súkkulaðikökuna í bita og setjið í botninn á hverju glasi, það má hafa bitana óreglulega svo búðingurinn renni aðeins niður með hliðunum. Hellið vanillubúðingnum yfir kökubotninn. Skreytið réttinn Takið jafn mörg kex og glös, til að nota sem „legsteina“. Merjið restina af kexinu í plastpoka og stráið muldu kexinu yfir búðinginn. Skrifið RIP á bakhlið heilu kexkökurnar með svörtum matarlit og stingið einu kexi ofan í hvert glas. Skreytið síðan eftir smekk með Halloween-nammi, t.d. orma- eða drauganammi. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Ljúffengur Hrekkjavökubakki Hildur Rut Ingimarsdóttir, matarbloggari, útbjó glæsilegan ostabakka sem hentar fullkomlega á Hrekkjavökuborðið. Með því að skera ostana og móta úr þeim beinagrindur eða aðrar skemmtilegar verur, ásamt því að bæta við hráskinku og berjum, verður bakkinn bæði girnilegur og hátíðlegur. Hráefni: 2x Camembert ost 1 Primadonna 1 Havarti með kryddi Brómber Bláber Tuc mini kex Sultur eftir smekk. T.d brómberjasultu og habanero– og appelsínusultu. Grænar ólífur Salami Hráskinka Ferskt timían Aðferð: Skerið ostana í minni bita eða mótið úr þeim beinagrind. Raðið þeim síðan fallega á bakka ásamt berjum og hráskinku, og öðru sem ykkur dettur í hug. Sjá aðferðina í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars)
Matur Uppskriftir Hrekkjavaka Tengdar fréttir Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins. 31. október 2023 15:01 Hryllilegustu veisluborð allra tíma Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. 19. október 2023 10:54 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins. 31. október 2023 15:01
Hryllilegustu veisluborð allra tíma Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. 19. október 2023 10:54