Enski boltinn

Arteta fyrstur stjóranna á fætur

Sindri Sverrisson skrifar
Morgunstund gefur gull í mund og Mikel Arteta virðist ætla að nýta sér það.
Morgunstund gefur gull í mund og Mikel Arteta virðist ætla að nýta sér það. Getty/Justin Setterfield

Stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni taka daginn snemma enda í mörg horn að líta í vægast sagt stressandi starfi. Það kemst fátt annað að en fótbolti í lífi þeirra.

Í myndbandinu hér að neðan svara stjórar úr úrvalsdeildinni nokkrum spurningum um sitt daglega líf.

Miðað við svörin er Mikel Arteta, stjóri toppliðs Arsenal, fyrstur á fætur því hann vill vakna klukkan hálfsex á morgnana. Rúben Amorim, stjóri Manchester United, vaknar hálftíma síðar en enginn stjóranna virðist reyndar mikil svefnpurka.

Spurðir um það til hvers þeir hlakki á hverjum degi, fyrir utan vinnu sína við fótboltann, nefnir Pep Guardiola golf og segist hreinlega elska golf. Arne Slot kýs hins vegar frekar padel.

Þessi og fleiri svör má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Klippa: Daglegt líf stjóranna í ensku úrvalsdeildinni

Tíunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar er um helgina þar sem Arsenal getur styrkt stöðu sína á toppnum með sigri gegn Burnley á útivelli.

Tíunda umferðin:

  • Laugardagur 1. nóv:
  • 15.00 Brighton - Leeds
  • 15.00 Burnley - Arsenal
  • 15.00 Crystal Palace - Brentford
  • 15.00 Nott. Forest - Man. Utd
  • 17.30 Tottenham - Chelsea
  • 20.00 Liverpool - Aston Villa


  • Sunnudagur 2. nóv:
  • 14.00 West Ham - Newcastle
  • 16.30 Man. City - Bournemouth


  • Mánudagur 3. nóv:
  • 20.00 Sunderland - Everton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×