Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2025 08:50 Tónleikamyndin kemur formlega út í dag. Tónleikamyndin Björk: Cornucopia, er gefin út í dag í fyrsta sinn. Í tilkynningu segir að Cornucopia sé metnaðarfyllsta sýning Bjarkar til þessa. Kvikmyndaútgáfunni er leikstýrð af Ísoldi Uggadóttur. Björk sá sjálf um listræna leikstjórn, útsetningar á tónlistinni, sýningastjórnun og flutning. James Merry leiddi með Björk myndrænu hliðina ásamt Andrew Thomas Huang, Gabríela Friðriksdóttir, Pierre-Alain Giraud, Nick Knight, Tobias Gremmler , Warren Du Preez og Nick Thornton-Jones. „Ég er svo glöð að deila með ykkur kvikmynd sem var gerð af tónleikunum mínum Cornucopia . Þetta hefur verið langt ferðalag þar sem hundruð einstaklinga hafa komið að . Ég er óendanlega þakklát hverri einustu manneskju sem hefur komið að verkefninu. Mér finnst tónleika-kvikmyndin sem fyrirbæri í dag vera mjög vinveitt kvenlægum gildum , velkomin í nútíma samfélag þar sem kventónlistarmenn geta deilt heimi sínum óspilltum,“ segir Björk í tilkynningu um útgáfuna. Framkvæmdastjórar sýningarinnar voru Sara Nassim og Kat Manssor . Bergur Þórisson var í hlutverki tónlistarstjóra og sá um hljóðblöndun með Mörtu Salogni og Björk. Artur Tort kvikmyndaði en Walter Mauriot sá um klippingu . Myndin er framleidd af S101 og Snowstorm, í samvinnu við Level Forward . Aðalframleiðendur eru Derek Birkett , Davíð Helgason , Adrienne Becker og Roger Clark . Í tilkynningu segir að ferill Bjarkar hafi síendurtekið ögrað mörkum í tónlist. Hún sé þekkt fyrir byltingarkennda tónlist, sjónlist og flutning. Þá segir að Björk hafi alltaf tekið nýrri tækni fagnandi og notað til að auðga listfengi sína, allt frá útgáfu Biophiliu til sýndarveruleika Vulnicuru VR. Með „Cornucopiu, hefur hún endurskilgreint hvað það þýðir að vera flytjandi á 21. öldinni, með því að blanda saman tónlist, leikhúsi og sjónlist til að koma áfram skilaboðum um von og seiglu í umhverfismálum.“ Tónleikamyndin verður fáanleg í mismunandi útgáfum, 3LP, 2CD+DVD, 2CD, DVD, UHD 4K, Blu-ray og stafrænt. Útgáfudagur er 24. október. Tónlist Menning Björk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Björk sá sjálf um listræna leikstjórn, útsetningar á tónlistinni, sýningastjórnun og flutning. James Merry leiddi með Björk myndrænu hliðina ásamt Andrew Thomas Huang, Gabríela Friðriksdóttir, Pierre-Alain Giraud, Nick Knight, Tobias Gremmler , Warren Du Preez og Nick Thornton-Jones. „Ég er svo glöð að deila með ykkur kvikmynd sem var gerð af tónleikunum mínum Cornucopia . Þetta hefur verið langt ferðalag þar sem hundruð einstaklinga hafa komið að . Ég er óendanlega þakklát hverri einustu manneskju sem hefur komið að verkefninu. Mér finnst tónleika-kvikmyndin sem fyrirbæri í dag vera mjög vinveitt kvenlægum gildum , velkomin í nútíma samfélag þar sem kventónlistarmenn geta deilt heimi sínum óspilltum,“ segir Björk í tilkynningu um útgáfuna. Framkvæmdastjórar sýningarinnar voru Sara Nassim og Kat Manssor . Bergur Þórisson var í hlutverki tónlistarstjóra og sá um hljóðblöndun með Mörtu Salogni og Björk. Artur Tort kvikmyndaði en Walter Mauriot sá um klippingu . Myndin er framleidd af S101 og Snowstorm, í samvinnu við Level Forward . Aðalframleiðendur eru Derek Birkett , Davíð Helgason , Adrienne Becker og Roger Clark . Í tilkynningu segir að ferill Bjarkar hafi síendurtekið ögrað mörkum í tónlist. Hún sé þekkt fyrir byltingarkennda tónlist, sjónlist og flutning. Þá segir að Björk hafi alltaf tekið nýrri tækni fagnandi og notað til að auðga listfengi sína, allt frá útgáfu Biophiliu til sýndarveruleika Vulnicuru VR. Með „Cornucopiu, hefur hún endurskilgreint hvað það þýðir að vera flytjandi á 21. öldinni, með því að blanda saman tónlist, leikhúsi og sjónlist til að koma áfram skilaboðum um von og seiglu í umhverfismálum.“ Tónleikamyndin verður fáanleg í mismunandi útgáfum, 3LP, 2CD+DVD, 2CD, DVD, UHD 4K, Blu-ray og stafrænt. Útgáfudagur er 24. október.
Tónlist Menning Björk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“