Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 07:30 Freyr Alexandersson klappar fyrir stuðningsmönnum Brann eftir sigurinn stórkostlega gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Craig Foy Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira