Pedersen með landsliðið til 2029 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 14:09 Craig Pedersen er að stýra íslenska landsliðinu í þriðja sinn á Eurobasket. Hér kallar hann inn skilaboð í leiknum við Belga í dag. vísir/Hulda Margrét KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust. Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“ Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“
Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira