„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Mellí Þorkels plötusnúður ræddi við blaðamann um tískuna. Kaja Sigvalda „Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar. Mellí er fædd árið 1997 og nýtir hvern dag til að skína skært. Blaðamaður ræddi við hana um tískuna, persónulegan stíl og fataskápinn. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig hún getur verið framlenging af persónuleika hvers og eins. Ég persónulega trúi hvorki á spari- né tyllidaga fatnað þar sem hver dagur getur verið tyllidagur. Hver dagur getur verið tyllidagur hjá Mellí.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er eflaust endurgert pils-sett sem Brynja Líf fatahönnuður hjá Brynlíf Studio saumaði handa mér. Hún keypti notaða skósíða svarta latex kápu með Ed Hardy-legu tattú mynstri af Díönu Breckmann stílista og hönnuði og breytti henni í míní pils og crop hettupeysu. Ég óx í raun aldrei upp úr því að hanna lúkk eins og ég gerði sem krakki í leikjum á borð við Stardoll eða Sims þannig ég elska að endurvinna eitthvað alveg glænýtt út frá einhverju notuðu. Til dæmis handsaumaði ég blóma-korsett topp með gerviblómum fyrir Pride 2023 þar sem ég tók svartan korsett topp, keypti um 50 gerviblóm, klippti af þeim stöngulinn og handsaumaði hvert eitt og einasta blóm á toppinn svo hann var þakinn blómum. Draumurinn minn er að læra á saumavél og kunna að sauma svipaða korsetttoppa frá grunni eins og kær vinur minn Kristján Berg kenndi sjálfum sér að gera. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég er ekki nógu ferköntuð til að skipuleggja átfittin mín fyrir fram, fyrir giggin mín er ég oftast að freestylea lúkkin mín en ramma þau alltaf inn með hring á hverjum fingri, allavega þrjú mismunandi hálsmen og tvö belti. Fyrir stór tilefni er ég oftast með lúkk í huga með góðum fyrirvara. Í sumar þegar ég spilaði á teknóviðburðinum Buxum í Austurbæjarbíói var ég til dæmis í fitti í anda Lara Croft sem ég keypti í Tokyo. Gallinn við vinnuna mína er að ég get sjaldnast verið í mest cunty skónum mínum þar sem ég er að DJa kannski í fjórar til fimm klukkustundir hverju sinni og vil passa upp á bakið og stoðkerfið mitt. Því verð ég að klæðast góðum hlaupaskóm, sem fæstir sjá hvort eð er í myrkri. Á virkum dögum þegar ég er að útrétta eða á leið í og úr ræktinni er ég oftast klædd eins og háklassa skinka í Adidas buxur, Benfica hettupeysu og 66 Norður úlpu. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Fembot vélmenni sem villtist inn í Arrakis. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Aðallega hefur striginn þróast, þar sem ég verð meira ástfangin af mínum eigin líkama eftir því sem framheilinn á mér mótast, það er að segja ég hætti að klæða mig til þess að fela línurnar mínar eða tönnlast við að reyna að vera smágerð. Ég hef aldrei á ævi minni verið smágerð manneskja og ég mun aldrei nokkurn tímann verða það þar sem DNA byggingin mín er ekki svoleiðis. Langflestar konurnar í fjölskyldunni minni eru annað hvort hávaxnar eða með mjög fallega mjúka og kvenlega líkamsgerð. Mér finnst það svo fallegt. Ég átti mjög erfitt með þetta þegar ég var yngri en í dag dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar eftir Botticelli. Mellí hefur lært að elska líkamann sinn.Hrafnhildur Anna Nýturðu þess að klæða þig upp? Absalútt. Þegar ég gigga um helgar set ég mikið púður í glamúrinn á ýktan máta þar sem ég er alltaf að troða upp í rýmum þar sem er myrkur og/eða heitt andrúmsloft. Það kallar því mikið á glimmer og gimsteina sem sjást í myrkri og ekki í boði að vera í mörgum lögum eða þykkum fötum þar sem dansgólfið er alltaf funheitt undir minni stjórn. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að gera mitt besta að vera ekki óvart í öllu svörtu. Minn innri emo krakki situr enn þá fast við stjórnvölinn þegar ég klæði mig. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ótrúlega margt. Til dæmis: Hávaxnar og mjúkar gellur eins og Renni Rucci, Latto og Megan Thee Stallion veita mér innblástur. Burtséð frá því að þær þrjár eru gangandi listaverk þekki ég allan tónlistar katalóginn þeirra inn og út. Það breytir leiknum að læra af þessum gellum sem og drag-listamönnum sem fagna því að vera ekki smágerð manneskja en samt dásamlega femme. Ég dýrka að fara í brjálæðislega þykka háa hæla og verða fyrir vikið um 185 cm há í loftinu. Ég veit um ógeðslega margar gellur sem eru yfir 160 cm og passa sig á að klæðast ekki of háum hælum af því þær vilja ekki kvengera maka sína sem verða þá lágvaxnari en þær. Aldrei fórna góðu fitti því makinn þinn er óöruggur yfir því að þú sért hærri í loftinu í „cunty“ háhæluðum stígvélum. Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn. Anime eins og Sailor Moon og Pabllo Vittar er risastór innblástur fyrir mig. Sömuleiðis dragdrottningarnar í mínu lífi eins og Crisartista, Kudy Veludy og Lola von Heart sem hafa þennan X-factor. Winx club og Frank-n-Furte líka. Minn pendúll sveiflast daglega á milli þess að vera HIM púkinn eða Sara Bellum úr stuðboltastelpunum. Fremenarnir úr Dune, Lolo Ferrari og Michelle Visage. Ég elska hana jafn mikið fyrir og eftir brjóstaminnkun. Alexis Stone, næstum því nafna mín Ellý í Q4U og Biggi Veira. Þegar ég klippti á mig þvertopp fékk ég hrós um að ég líti út eins og týnd dóttir Röggu Gísla og það var risa stórt fyrir mig. Allur Baby Phat heimurinn sem goðsögnin Kimora Lee Simmons bjó til, brasilískar sambadrome dívur eins og mangueira drottningin Evelyn Bastos, súper kvenlegar gellur eins og Kerri Colby og allar stelpurnar í StripLab Reykjavík líka. View this post on Instagram A post shared by Kimora Lee Simmons (@kimoraleesimmons) Ég vil verða kvenkyns Siggi Hlö þannig þessa dagana hefur það glatt mig mikið að sjá 80’s tímabilið hjá Doja Cat í kringum nýju plötuna hennar. Ég elska allt sem er smá halló og kitsch í 80’s fagurfræðinni. Til dæmis hvernig brasilíska söngkonan Anitta sem ég held mikið upp á rokkaði nýtt nærfatalúkk fyrir hvert stopp á túrnum sínum í fyrra. Mér fannst ógeðslega fyndið hvernig það var smá ódýr eða cheap bragur á fötunum hennar, eins og þau væru keypt í New Yorker í Smáralind, með fullri virðingu, þegar hún er auðvitað með fullmannað teymi af fatahönnuðum og stílistum á sínu bandi. Sem harðkjarna meðlimur í Lambily költinu þá stefni ég að því einn daginn að geta tjáð látlausan glamúr í tísku eins og Mimi eða Mariah Carey gerir. Ég reyndi mitt besta að endurspegla hana í fermingunni minni og var með fiðrildahring úr Accessorize í Kringlunni og slöngulokka í hennar anda. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Það er líka risa innblástur að hafa alist upp í dívuorkunni sem fylgdi mömmu minni, ömmu og Palla bróður mömmu. Mamma mín Sigrún Hjálmtýsdóttir er óperusöngkona þannig sem krakki var ég oft að handfjatla sérsaumuðu pallíettu- og fjaðra kjólana í „vinnugalla“-fataskápnum hennar. Þá stóð sérstaklega upp úr appelsínugulur gala kjóll með Swarovski steinum sem hún lét sauma á sig þegar hún söng með José Carreras í Laugardalshöll árið 2001. Amma Lóa, Salome Þorkelsdóttir, fyrrum alþingismaður og fyrsti kvenkyns forseti Alþingis hefur alla tíð verið þekkt fyrir að vera smart og glæsileg til fara, sem hún gerir enn þann dag í dag. Við tökumst stundum á um pólitík en við eigum sameiginlegan áhuga á tísku og glamúr. Ég fæ það pottþétt frá henni að vera maximalisti þegar kemur að magni skartgripa sem ég ber hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Palli bróðir mömmu hefur augljóslega verið mikill innblástur fyrir mig og kennt mér margt bæði tengt mínum ferli og sömuleiðis bara almenn gildi. Ég á ótrúlega sterka minningu af því að hafa verið örugglega svona þriggja ára á Pride gleðigöngunni þar sem hann var uppi á sviði í neonbleikri múnderingu með hvítar burlesque fjaðrir á hausnum að syngja með Helgu Möller. Fullkomlega iconic. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bönn eru leim en þú munt seint sjá mig klæðast einhverjum pokastórum gallabuxum eða ponsjó sniðum sem stroka út fallegustu línurnar mínar. Ég elska allt sem er það mikið kitsch og hallærislegt að það fer í heilan hring og verður æði. Gott dæmi er PinkPantheress að klæða sig í gollur og kvartbuxur svipaðar þeim sem ég fékk í Mótor Kringlunni í fjórða bekk. Svo kitlar mig í fingurna að panta mér nýja Crocs samstarfið við T-pain þar sem hann hannaði hnéháa hlébarða Crocs skó með hlébarða munstri eins og úr laginu hans Low. Apple bottom jeans, boots with the fur. Ég held að stærstu tískumistök sem flestir gera sé að láta skoðanir annarra um útlit sitt halda aftur af sér. Í raun er flestum alveg sama um þig og pæla í fáu öðru en sér sjálfum. Því myndi ég ekki eyða orkunni þinni í að taka þér of alvarlega og pæla í fyrir fram ímynduðum skoðunum einhvers sem eru ekki til í raun þegar upp er staðið. Það er list að læra að vera drull. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Klæðaburður sem ég keypti í Harajuku hverfi í Tókíó í maí fyrir útskriftina mína úr HÍ. Skjannahvít Austin Powers silki skyrta með tribal tattú mynstri, svartur silki tube-kjóll og hné-há Tommy Hilfiger pleðurstígvél. Mellý glæsileg þegar hún útskrifaðist með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Fara harðar inn í dangle beltin sem ég sé að fólk hefur kveikt á að gera út frá Labubu æðinu, þar sem fólk er að hengja Labubu-ana á töskurnar sínar eða beltissylgjur. Ég hef gert þetta áður nema bara með þar til gerðum lyklakippum sem ég bý til með hello kitty böngsum, perlum og öðru þannig ég lít út eins og einhver kawaii sjóræningi. Eitt uppáhalds beltið mitt er einmitt belti sem ég sauð saman úr þremur mismunandi beltum, keypti keðjuhálsmen með risastórum gúmmíbangsa á, opnaði keðjuna á hálsmeninu og festi á sylgjugötin á hinu beltinu. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Við elskum alla en ég er ekki hrifin af því að sjá stóra listamenn, innlenda sem erlenda, troða upp eða stíga á svið í gallabuxum og einföldum stuttermabol eða hettupeysu án nokkurra fylgihluta. Þvílík og önnur eins sóun á sviði, ljósum og athygli þúsunda að klæða sig ekki upp í eftirminnilegt ensemble við þannig móment. Dragið út ykkar innri páfugl. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Mellí er fædd árið 1997 og nýtir hvern dag til að skína skært. Blaðamaður ræddi við hana um tískuna, persónulegan stíl og fataskápinn. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig hún getur verið framlenging af persónuleika hvers og eins. Ég persónulega trúi hvorki á spari- né tyllidaga fatnað þar sem hver dagur getur verið tyllidagur. Hver dagur getur verið tyllidagur hjá Mellí.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er eflaust endurgert pils-sett sem Brynja Líf fatahönnuður hjá Brynlíf Studio saumaði handa mér. Hún keypti notaða skósíða svarta latex kápu með Ed Hardy-legu tattú mynstri af Díönu Breckmann stílista og hönnuði og breytti henni í míní pils og crop hettupeysu. Ég óx í raun aldrei upp úr því að hanna lúkk eins og ég gerði sem krakki í leikjum á borð við Stardoll eða Sims þannig ég elska að endurvinna eitthvað alveg glænýtt út frá einhverju notuðu. Til dæmis handsaumaði ég blóma-korsett topp með gerviblómum fyrir Pride 2023 þar sem ég tók svartan korsett topp, keypti um 50 gerviblóm, klippti af þeim stöngulinn og handsaumaði hvert eitt og einasta blóm á toppinn svo hann var þakinn blómum. Draumurinn minn er að læra á saumavél og kunna að sauma svipaða korsetttoppa frá grunni eins og kær vinur minn Kristján Berg kenndi sjálfum sér að gera. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég er ekki nógu ferköntuð til að skipuleggja átfittin mín fyrir fram, fyrir giggin mín er ég oftast að freestylea lúkkin mín en ramma þau alltaf inn með hring á hverjum fingri, allavega þrjú mismunandi hálsmen og tvö belti. Fyrir stór tilefni er ég oftast með lúkk í huga með góðum fyrirvara. Í sumar þegar ég spilaði á teknóviðburðinum Buxum í Austurbæjarbíói var ég til dæmis í fitti í anda Lara Croft sem ég keypti í Tokyo. Gallinn við vinnuna mína er að ég get sjaldnast verið í mest cunty skónum mínum þar sem ég er að DJa kannski í fjórar til fimm klukkustundir hverju sinni og vil passa upp á bakið og stoðkerfið mitt. Því verð ég að klæðast góðum hlaupaskóm, sem fæstir sjá hvort eð er í myrkri. Á virkum dögum þegar ég er að útrétta eða á leið í og úr ræktinni er ég oftast klædd eins og háklassa skinka í Adidas buxur, Benfica hettupeysu og 66 Norður úlpu. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Fembot vélmenni sem villtist inn í Arrakis. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Aðallega hefur striginn þróast, þar sem ég verð meira ástfangin af mínum eigin líkama eftir því sem framheilinn á mér mótast, það er að segja ég hætti að klæða mig til þess að fela línurnar mínar eða tönnlast við að reyna að vera smágerð. Ég hef aldrei á ævi minni verið smágerð manneskja og ég mun aldrei nokkurn tímann verða það þar sem DNA byggingin mín er ekki svoleiðis. Langflestar konurnar í fjölskyldunni minni eru annað hvort hávaxnar eða með mjög fallega mjúka og kvenlega líkamsgerð. Mér finnst það svo fallegt. Ég átti mjög erfitt með þetta þegar ég var yngri en í dag dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar eftir Botticelli. Mellí hefur lært að elska líkamann sinn.Hrafnhildur Anna Nýturðu þess að klæða þig upp? Absalútt. Þegar ég gigga um helgar set ég mikið púður í glamúrinn á ýktan máta þar sem ég er alltaf að troða upp í rýmum þar sem er myrkur og/eða heitt andrúmsloft. Það kallar því mikið á glimmer og gimsteina sem sjást í myrkri og ekki í boði að vera í mörgum lögum eða þykkum fötum þar sem dansgólfið er alltaf funheitt undir minni stjórn. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að gera mitt besta að vera ekki óvart í öllu svörtu. Minn innri emo krakki situr enn þá fast við stjórnvölinn þegar ég klæði mig. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ótrúlega margt. Til dæmis: Hávaxnar og mjúkar gellur eins og Renni Rucci, Latto og Megan Thee Stallion veita mér innblástur. Burtséð frá því að þær þrjár eru gangandi listaverk þekki ég allan tónlistar katalóginn þeirra inn og út. Það breytir leiknum að læra af þessum gellum sem og drag-listamönnum sem fagna því að vera ekki smágerð manneskja en samt dásamlega femme. Ég dýrka að fara í brjálæðislega þykka háa hæla og verða fyrir vikið um 185 cm há í loftinu. Ég veit um ógeðslega margar gellur sem eru yfir 160 cm og passa sig á að klæðast ekki of háum hælum af því þær vilja ekki kvengera maka sína sem verða þá lágvaxnari en þær. Aldrei fórna góðu fitti því makinn þinn er óöruggur yfir því að þú sért hærri í loftinu í „cunty“ háhæluðum stígvélum. Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn. Anime eins og Sailor Moon og Pabllo Vittar er risastór innblástur fyrir mig. Sömuleiðis dragdrottningarnar í mínu lífi eins og Crisartista, Kudy Veludy og Lola von Heart sem hafa þennan X-factor. Winx club og Frank-n-Furte líka. Minn pendúll sveiflast daglega á milli þess að vera HIM púkinn eða Sara Bellum úr stuðboltastelpunum. Fremenarnir úr Dune, Lolo Ferrari og Michelle Visage. Ég elska hana jafn mikið fyrir og eftir brjóstaminnkun. Alexis Stone, næstum því nafna mín Ellý í Q4U og Biggi Veira. Þegar ég klippti á mig þvertopp fékk ég hrós um að ég líti út eins og týnd dóttir Röggu Gísla og það var risa stórt fyrir mig. Allur Baby Phat heimurinn sem goðsögnin Kimora Lee Simmons bjó til, brasilískar sambadrome dívur eins og mangueira drottningin Evelyn Bastos, súper kvenlegar gellur eins og Kerri Colby og allar stelpurnar í StripLab Reykjavík líka. View this post on Instagram A post shared by Kimora Lee Simmons (@kimoraleesimmons) Ég vil verða kvenkyns Siggi Hlö þannig þessa dagana hefur það glatt mig mikið að sjá 80’s tímabilið hjá Doja Cat í kringum nýju plötuna hennar. Ég elska allt sem er smá halló og kitsch í 80’s fagurfræðinni. Til dæmis hvernig brasilíska söngkonan Anitta sem ég held mikið upp á rokkaði nýtt nærfatalúkk fyrir hvert stopp á túrnum sínum í fyrra. Mér fannst ógeðslega fyndið hvernig það var smá ódýr eða cheap bragur á fötunum hennar, eins og þau væru keypt í New Yorker í Smáralind, með fullri virðingu, þegar hún er auðvitað með fullmannað teymi af fatahönnuðum og stílistum á sínu bandi. Sem harðkjarna meðlimur í Lambily költinu þá stefni ég að því einn daginn að geta tjáð látlausan glamúr í tísku eins og Mimi eða Mariah Carey gerir. Ég reyndi mitt besta að endurspegla hana í fermingunni minni og var með fiðrildahring úr Accessorize í Kringlunni og slöngulokka í hennar anda. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Það er líka risa innblástur að hafa alist upp í dívuorkunni sem fylgdi mömmu minni, ömmu og Palla bróður mömmu. Mamma mín Sigrún Hjálmtýsdóttir er óperusöngkona þannig sem krakki var ég oft að handfjatla sérsaumuðu pallíettu- og fjaðra kjólana í „vinnugalla“-fataskápnum hennar. Þá stóð sérstaklega upp úr appelsínugulur gala kjóll með Swarovski steinum sem hún lét sauma á sig þegar hún söng með José Carreras í Laugardalshöll árið 2001. Amma Lóa, Salome Þorkelsdóttir, fyrrum alþingismaður og fyrsti kvenkyns forseti Alþingis hefur alla tíð verið þekkt fyrir að vera smart og glæsileg til fara, sem hún gerir enn þann dag í dag. Við tökumst stundum á um pólitík en við eigum sameiginlegan áhuga á tísku og glamúr. Ég fæ það pottþétt frá henni að vera maximalisti þegar kemur að magni skartgripa sem ég ber hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Palli bróðir mömmu hefur augljóslega verið mikill innblástur fyrir mig og kennt mér margt bæði tengt mínum ferli og sömuleiðis bara almenn gildi. Ég á ótrúlega sterka minningu af því að hafa verið örugglega svona þriggja ára á Pride gleðigöngunni þar sem hann var uppi á sviði í neonbleikri múnderingu með hvítar burlesque fjaðrir á hausnum að syngja með Helgu Möller. Fullkomlega iconic. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bönn eru leim en þú munt seint sjá mig klæðast einhverjum pokastórum gallabuxum eða ponsjó sniðum sem stroka út fallegustu línurnar mínar. Ég elska allt sem er það mikið kitsch og hallærislegt að það fer í heilan hring og verður æði. Gott dæmi er PinkPantheress að klæða sig í gollur og kvartbuxur svipaðar þeim sem ég fékk í Mótor Kringlunni í fjórða bekk. Svo kitlar mig í fingurna að panta mér nýja Crocs samstarfið við T-pain þar sem hann hannaði hnéháa hlébarða Crocs skó með hlébarða munstri eins og úr laginu hans Low. Apple bottom jeans, boots with the fur. Ég held að stærstu tískumistök sem flestir gera sé að láta skoðanir annarra um útlit sitt halda aftur af sér. Í raun er flestum alveg sama um þig og pæla í fáu öðru en sér sjálfum. Því myndi ég ekki eyða orkunni þinni í að taka þér of alvarlega og pæla í fyrir fram ímynduðum skoðunum einhvers sem eru ekki til í raun þegar upp er staðið. Það er list að læra að vera drull. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Klæðaburður sem ég keypti í Harajuku hverfi í Tókíó í maí fyrir útskriftina mína úr HÍ. Skjannahvít Austin Powers silki skyrta með tribal tattú mynstri, svartur silki tube-kjóll og hné-há Tommy Hilfiger pleðurstígvél. Mellý glæsileg þegar hún útskrifaðist með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Fara harðar inn í dangle beltin sem ég sé að fólk hefur kveikt á að gera út frá Labubu æðinu, þar sem fólk er að hengja Labubu-ana á töskurnar sínar eða beltissylgjur. Ég hef gert þetta áður nema bara með þar til gerðum lyklakippum sem ég bý til með hello kitty böngsum, perlum og öðru þannig ég lít út eins og einhver kawaii sjóræningi. Eitt uppáhalds beltið mitt er einmitt belti sem ég sauð saman úr þremur mismunandi beltum, keypti keðjuhálsmen með risastórum gúmmíbangsa á, opnaði keðjuna á hálsmeninu og festi á sylgjugötin á hinu beltinu. View this post on Instagram A post shared by mellí 777 (@melliv777) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Við elskum alla en ég er ekki hrifin af því að sjá stóra listamenn, innlenda sem erlenda, troða upp eða stíga á svið í gallabuxum og einföldum stuttermabol eða hettupeysu án nokkurra fylgihluta. Þvílík og önnur eins sóun á sviði, ljósum og athygli þúsunda að klæða sig ekki upp í eftirminnilegt ensemble við þannig móment. Dragið út ykkar innri páfugl.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira