Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. október 2025 10:58 Brynhildur Rut er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég viðurkenni alveg að ég hef sjálf verið á þeim stað þar sem ég minnkaði mig og var óörugg með hæðina mína en ég vil hvetja allar hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæðinni sinni,“ segir Brynhildur Rut Sigurðardóttir ungfrú Selfoss. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Brynhildur Rut Sigurðardóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli? Ég er á íþróttabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands og vinn í Venus Verslun á Selfossi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Fyndin, orkumikil og opin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef gist í rúminu hans Sveppa Krull. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín allra stærsta fyrirmynd í lífinu er Ruth frænka mín. Ég hef litið upp til hennar frá því að ég var lítil stelpa og stór efast um að það breytist. Hvað hefur mótað þig mest? Ég held að það sem hefur mótað mig hvað mest er það hvar ég ólst upp. Ég er Selfyssingur í húð og hár, upp alin á Selfossi og langar helst að búa hér mestan hluta af mínu lífi. Ég mæli eindregið með því að búa þar, sérstaklega fyrir þá sem eiga börn og vilja ala þau upp í góðu og öruggu umhverfi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Athyglisbrestur og ofvirkni hafa verið mínir fylgifiskar. Það getur verið mikil áskorun fyrir ungar stúlkur að takast á við og að ná að sjá það sem kost en ekki brest. Í dag trúi ég að þetta séu mínir ofurkraftar en ég hef þurft að vinna markvisst að því að snúa þessum þáttum mér í hag. Það er til fullt af frábæru fagfólki sem hefur hjálpað og er tilbúið að hjálpa, eins er til frábært lesefni sem getur hjálpað og svo er magnað hvað bjartsýni og seigla kemur þér langt. Hverju ertu stoltust af? Ég er ótrúlega hávaxin, eða 1.80 cm á hæð og er mjög stolt af því. Það er ekkert of algengt að stelpur séu svona hávaxnar og oft finnst stelpum það óþægilegt eða eru óöruggar með það og reyna að gera sig minni. Ég viðurkenni alveg að ég hef sjálf verið á þeim stað þar sem ég minnkaði mig og var óörugg með hæðina mína en ég vil hvetja allar hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæðinni sinni. Þetta er einn af okkar sjarma. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fólkið í kringum mig. Ég á yndisleg systkini og svo hef ég alltaf verið umvafin yndislegum og sterkum konum sem eru mér ótrúlega kærar. Hvernig tekstu á við stress og álag? Stress og álag er eðlilegur hluti af lífinu og það er ekki endilega alltaf neikvætt. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að finna þetta jafnvægi. Þegar að það koma álagstímabil eða stressandi verkefni í lífinu finnst mér best að hlusta á góða tónlist og tala við mömmu mína um hlutina sem ég er stressuð yfir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma mín sýndi mér það að ef maður er góður og kurteis við aðra, þá fær maður það alltaf til baka. Ég myndi telja það besta heilræði sem ég hef fengið og mér finnst að allir ættu að tileinka sér það. Komdu alltaf fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég tek sjálfri mér ekki of alvarlega og hef húmor fyrir klaufalegum atvikum eða aðstæðum, svo ég man ekki eftir mörgum neyðarlegum atvikum. Kannski helst þegar ég fékk mömmu mína til að keyra um með mig seint að kvöldi, í svarta myrkri, á meðan ég njósnaði um strák sem að ég var skotinn í ... allt í einu hjólar hann á miklum hraða fyrir bílinn svo litlu mátti muna að við keyrðum á hann. Ég hef sjaldan orðið jafn vandræðaleg og þá. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er eins og opin bók svo að ég gæti aldrei haldið hæfileika mínum leyndum. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það hafa flestir eitthvað heillandi við sig, það er svo okkar að koma auga á það. Ég hrífst helst að fólki sem er jákvætt, skemmtilegt og traust. En óheillandi? Óheiðarleika kann ég alltaf illa við. En mér þykir líka ótrúlega óheillandi þegar fólk er í áberandi skítugum sokkum. Ég veit að sokkar, og þá sérstaklega hvítir sokkar geta orðið skítugir mjög fljótt en ég er meira að tala um þegar maður sér að einhver er ekki búinn að skipta um sokka síðan í gær eða hinn. Hver er þinn helsti ótti? Þrátt fyrir að vera mjög hávaxin er ég ótrúlega lofthrædd. Ég held að ég myndi telja mikla hæð sem minn helsta ótta. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég hef alltaf haft áhuga á andlegri heilsu og íþróttum svo ég hef verið að stefna á að verða íþróttasálfræðingur. Mig hefur einnig langað til að starfa við módel störf og eins væri draumar að búa á Ítalíu um tíma. Svo eftir tíu ár gæti ég verið í fallegu húsi í sveit á Ítalíu, með mann og börn að klára sálfræði og vinna við módelstörf. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmálið mitt er íslenska en ég tala líka ensku og dönsku. Svo er ég að læra spænsku núna. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn verður að vera soðið slátur með uppstúf og kartöflumús. Hvaða lag tekur þú í karókí? Að sjálfsögðu er það: Já ég veit, með Herra Hnetusmjör og Birnir. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Marcus og Martinus í Danmörku, sumarið 2024. Ég held að þeir séu svona þeir frægustu sem ég hef hitt. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Þá koma öll orð skýrt fram í réttum tón. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir beint í vasann myndi ég vilja nota peningana sparlega og í eitthvað sem skiptir mig virkilega máli. Ég myndi að sjálfsögðu halda stærstum hluta sjálf og myndi gefa Píeta samtökunum hluta. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst lengi með Ungfrú Ísland og alltaf langað að taka þátt. Svo sendi frænka mín, Ruth, mér TikTok þar sem verið var að auglýsa Teen-keppnina og ég sótti auðvitað um. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er að læra framkomu, hvernig ég ber mig og tala fyrir framan aðra. Við fórum svo á æðislegt námskeið í sjálfsvörn þar sem ég lærði nýja færni og hvernig ég get komið mér út úr aðstæðum sem gætu verið hættulegar. Ég myndi mæla með námskeiðum eins og þessu fyrir alla, það er mjög fræðandi og ótrúlega skemmtilegt. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn mikið fyrir andlegri og líkamlegri heilsu ungmenna. Sem samfélag verðum við að gera betur á ýmsum sviðum. Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn, og við verðum að vinna betur saman að sameiginlegum hagsmunum allra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Mér finnst að Ungfrú Ísland Teen þurfi að vera opin og ófeimin, jákvæð, eiga auðvelt með samskipti og vera hugrökk. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég hef ótrúlega gaman að því að kynnast nýju fólki, takast á við nýjar áskoranir og margs konar verkefni. Svo langar mig líka til að sýna fólki að það að vera Ungfrú Ísland Teen snýst ekki um það að vera fallegur í útliti, heldur einnig að innan. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef verið laus við að bera mig saman við hinar stelpurna. Við erum allar svo ólíkar að það er erfitt að segja en ef ég ætti að nefna eitt þá er það líklega hæðin. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Þau eru nokkur verkefnin sem að mín kynslóð stendur frammi fyrir. Mig langar að nefna heilsu og velferð, tækniþróun og siðferði og umhverfismál. Heilsa og velferð, hvort sem að það er unga fólkið eða eldri kynslóðir. Tækniþróun og siðferði, að takast t.d. á við siðferðilegar spurningar tengdar gervigreind. Umhverfismál, að vinna að sameiginlegum sjálfbærum lausnum til að draga úr náttúruspjöllum. Og hvernig mætti leysa það? Þegar stórt er spurt. Ég hef ekki svarið, ekki enn, en ég mun svo sannarlega leggja mitt að mörkum. Ég trúi því að ef að við vinnum í sameiningu að sameiginlegum markmiðum þá komumst við langt. Við verðum að horfa á það sem okkar styrkleika að við erum ólík, höfum öll okkar kosti og bresti og getum öll lagt eitthvað til. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég held að það sé með neikvæðu skoðunina á fegurðarsamkeppnum, eins og margar aðrar neikvæðar skoðanir, að þær koma oft af þekkingarleysi. Því miður eru þessar neikvæðu raddir stundum háværar og ómálefnalegar en ég mun alltaf minna mig á það verða allir að fá að hafa sína skoðun, alveg eins og ég. Tökum spjallið, virðum ólíkar skoðanir, tölum málefnalega saman og verum frekar gagnrýnin til að rýna til gagns, þá hlýtur okkur að líða betur. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ „Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við,“ segir Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir, ungfrú Suðurnesjabær. 18. október 2025 15:01 „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ „Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína,“ segir Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir, ungfrú Vesturland. 18. október 2025 10:01 Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum „Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir ungfrú Mosfellsbær. 17. október 2025 20:02 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Brynhildur Rut Sigurðardóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli? Ég er á íþróttabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands og vinn í Venus Verslun á Selfossi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Fyndin, orkumikil og opin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef gist í rúminu hans Sveppa Krull. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín allra stærsta fyrirmynd í lífinu er Ruth frænka mín. Ég hef litið upp til hennar frá því að ég var lítil stelpa og stór efast um að það breytist. Hvað hefur mótað þig mest? Ég held að það sem hefur mótað mig hvað mest er það hvar ég ólst upp. Ég er Selfyssingur í húð og hár, upp alin á Selfossi og langar helst að búa hér mestan hluta af mínu lífi. Ég mæli eindregið með því að búa þar, sérstaklega fyrir þá sem eiga börn og vilja ala þau upp í góðu og öruggu umhverfi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Athyglisbrestur og ofvirkni hafa verið mínir fylgifiskar. Það getur verið mikil áskorun fyrir ungar stúlkur að takast á við og að ná að sjá það sem kost en ekki brest. Í dag trúi ég að þetta séu mínir ofurkraftar en ég hef þurft að vinna markvisst að því að snúa þessum þáttum mér í hag. Það er til fullt af frábæru fagfólki sem hefur hjálpað og er tilbúið að hjálpa, eins er til frábært lesefni sem getur hjálpað og svo er magnað hvað bjartsýni og seigla kemur þér langt. Hverju ertu stoltust af? Ég er ótrúlega hávaxin, eða 1.80 cm á hæð og er mjög stolt af því. Það er ekkert of algengt að stelpur séu svona hávaxnar og oft finnst stelpum það óþægilegt eða eru óöruggar með það og reyna að gera sig minni. Ég viðurkenni alveg að ég hef sjálf verið á þeim stað þar sem ég minnkaði mig og var óörugg með hæðina mína en ég vil hvetja allar hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæðinni sinni. Þetta er einn af okkar sjarma. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fólkið í kringum mig. Ég á yndisleg systkini og svo hef ég alltaf verið umvafin yndislegum og sterkum konum sem eru mér ótrúlega kærar. Hvernig tekstu á við stress og álag? Stress og álag er eðlilegur hluti af lífinu og það er ekki endilega alltaf neikvætt. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að finna þetta jafnvægi. Þegar að það koma álagstímabil eða stressandi verkefni í lífinu finnst mér best að hlusta á góða tónlist og tala við mömmu mína um hlutina sem ég er stressuð yfir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma mín sýndi mér það að ef maður er góður og kurteis við aðra, þá fær maður það alltaf til baka. Ég myndi telja það besta heilræði sem ég hef fengið og mér finnst að allir ættu að tileinka sér það. Komdu alltaf fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég tek sjálfri mér ekki of alvarlega og hef húmor fyrir klaufalegum atvikum eða aðstæðum, svo ég man ekki eftir mörgum neyðarlegum atvikum. Kannski helst þegar ég fékk mömmu mína til að keyra um með mig seint að kvöldi, í svarta myrkri, á meðan ég njósnaði um strák sem að ég var skotinn í ... allt í einu hjólar hann á miklum hraða fyrir bílinn svo litlu mátti muna að við keyrðum á hann. Ég hef sjaldan orðið jafn vandræðaleg og þá. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er eins og opin bók svo að ég gæti aldrei haldið hæfileika mínum leyndum. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það hafa flestir eitthvað heillandi við sig, það er svo okkar að koma auga á það. Ég hrífst helst að fólki sem er jákvætt, skemmtilegt og traust. En óheillandi? Óheiðarleika kann ég alltaf illa við. En mér þykir líka ótrúlega óheillandi þegar fólk er í áberandi skítugum sokkum. Ég veit að sokkar, og þá sérstaklega hvítir sokkar geta orðið skítugir mjög fljótt en ég er meira að tala um þegar maður sér að einhver er ekki búinn að skipta um sokka síðan í gær eða hinn. Hver er þinn helsti ótti? Þrátt fyrir að vera mjög hávaxin er ég ótrúlega lofthrædd. Ég held að ég myndi telja mikla hæð sem minn helsta ótta. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég hef alltaf haft áhuga á andlegri heilsu og íþróttum svo ég hef verið að stefna á að verða íþróttasálfræðingur. Mig hefur einnig langað til að starfa við módel störf og eins væri draumar að búa á Ítalíu um tíma. Svo eftir tíu ár gæti ég verið í fallegu húsi í sveit á Ítalíu, með mann og börn að klára sálfræði og vinna við módelstörf. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmálið mitt er íslenska en ég tala líka ensku og dönsku. Svo er ég að læra spænsku núna. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn verður að vera soðið slátur með uppstúf og kartöflumús. Hvaða lag tekur þú í karókí? Að sjálfsögðu er það: Já ég veit, með Herra Hnetusmjör og Birnir. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Marcus og Martinus í Danmörku, sumarið 2024. Ég held að þeir séu svona þeir frægustu sem ég hef hitt. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Þá koma öll orð skýrt fram í réttum tón. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir beint í vasann myndi ég vilja nota peningana sparlega og í eitthvað sem skiptir mig virkilega máli. Ég myndi að sjálfsögðu halda stærstum hluta sjálf og myndi gefa Píeta samtökunum hluta. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst lengi með Ungfrú Ísland og alltaf langað að taka þátt. Svo sendi frænka mín, Ruth, mér TikTok þar sem verið var að auglýsa Teen-keppnina og ég sótti auðvitað um. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er að læra framkomu, hvernig ég ber mig og tala fyrir framan aðra. Við fórum svo á æðislegt námskeið í sjálfsvörn þar sem ég lærði nýja færni og hvernig ég get komið mér út úr aðstæðum sem gætu verið hættulegar. Ég myndi mæla með námskeiðum eins og þessu fyrir alla, það er mjög fræðandi og ótrúlega skemmtilegt. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn mikið fyrir andlegri og líkamlegri heilsu ungmenna. Sem samfélag verðum við að gera betur á ýmsum sviðum. Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn, og við verðum að vinna betur saman að sameiginlegum hagsmunum allra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Mér finnst að Ungfrú Ísland Teen þurfi að vera opin og ófeimin, jákvæð, eiga auðvelt með samskipti og vera hugrökk. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég hef ótrúlega gaman að því að kynnast nýju fólki, takast á við nýjar áskoranir og margs konar verkefni. Svo langar mig líka til að sýna fólki að það að vera Ungfrú Ísland Teen snýst ekki um það að vera fallegur í útliti, heldur einnig að innan. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef verið laus við að bera mig saman við hinar stelpurna. Við erum allar svo ólíkar að það er erfitt að segja en ef ég ætti að nefna eitt þá er það líklega hæðin. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Þau eru nokkur verkefnin sem að mín kynslóð stendur frammi fyrir. Mig langar að nefna heilsu og velferð, tækniþróun og siðferði og umhverfismál. Heilsa og velferð, hvort sem að það er unga fólkið eða eldri kynslóðir. Tækniþróun og siðferði, að takast t.d. á við siðferðilegar spurningar tengdar gervigreind. Umhverfismál, að vinna að sameiginlegum sjálfbærum lausnum til að draga úr náttúruspjöllum. Og hvernig mætti leysa það? Þegar stórt er spurt. Ég hef ekki svarið, ekki enn, en ég mun svo sannarlega leggja mitt að mörkum. Ég trúi því að ef að við vinnum í sameiningu að sameiginlegum markmiðum þá komumst við langt. Við verðum að horfa á það sem okkar styrkleika að við erum ólík, höfum öll okkar kosti og bresti og getum öll lagt eitthvað til. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég held að það sé með neikvæðu skoðunina á fegurðarsamkeppnum, eins og margar aðrar neikvæðar skoðanir, að þær koma oft af þekkingarleysi. Því miður eru þessar neikvæðu raddir stundum háværar og ómálefnalegar en ég mun alltaf minna mig á það verða allir að fá að hafa sína skoðun, alveg eins og ég. Tökum spjallið, virðum ólíkar skoðanir, tölum málefnalega saman og verum frekar gagnrýnin til að rýna til gagns, þá hlýtur okkur að líða betur.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ „Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við,“ segir Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir, ungfrú Suðurnesjabær. 18. október 2025 15:01 „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ „Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína,“ segir Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir, ungfrú Vesturland. 18. október 2025 10:01 Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum „Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir ungfrú Mosfellsbær. 17. október 2025 20:02 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
„Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ „Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við,“ segir Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir, ungfrú Suðurnesjabær. 18. október 2025 15:01
„Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ „Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína,“ segir Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir, ungfrú Vesturland. 18. október 2025 10:01
Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum „Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir ungfrú Mosfellsbær. 17. október 2025 20:02
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið